• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

Bílaframleiðsla

Einungis það besta fyrir þig

Einungis það besta er nógu gott fyrir viðskiptavini okkar. Sú grundvallarsýn sem stofnendur fyrirtækisins höfðu,  Laurin og Klement, er enn við lýði hjá Skoda.

Þess vegna fylgjumst við líka grannt með öllu framleiðsluferlinu í fyrirtækinu. Allt frá hönnun til framleiðslu, sölu og þjónustu við viðskiptavini. Ástæðan er einföld: Ánægja viðskiptavinarins er forgangsatriði hjá okkur. 

Framúrskarandi tækni og starfsfólk

Við byggðum nýjar verksmiðjur til að framleiða Skoda Fabia, Octavia, Roomster og Superb og útbjuggum þær með háþróaðasta framleiðslubúnaði sem bílaframleiðendum stendur til boða. Starfsmenn okkar eru líka leiðandi sérfræðingar á sínu sviði. Af öllu þessu leiðir að Skoda bifreiðar sem renna af framleiðslubandinu í Tékklandi og öðrum löndum eru af fremstu gæðum og hlaðnir tæknibúnaði.

Völsun

Við framleiðum hluti í yfirbyggingar Skoda í þremur völsunarverksmiðjum með 14 völsunarlínum auk annarra framleiðslulína. Með háþróuðum tækjabúnaði getum við framleitt hluti í yfirbyggingar af hæstu gæðum fyrir meira en 1.300 Fabia eða 860 Octavia af annarri kynslóð á hverjum degi. Til þess að ná upp hágæðaframleiðslu íhluta í mótum framleiðum við einnig öll verkfæri og tækjabúnað til framleiðslunnar. Verkfæraverksmiðjan er búin verkfærasamstæðum sem geta uppfyllt flóknar pantanir án vandkvæða. Sumar vélarnar eru allt að 45 x 25 metrar að stærð og vega allt að 20 tonnum.

Rafsuða

Fremstu efnisgæði og fullkomin samsetning á yfirbyggingu bílsins í framleiðsluferlinu er grundvallaratriði þegar á að ná fram gallalausum lokafrágangi og tryggja að endanlegt útlit bílsins sé óaðfinnanlegt. Þrautþjálfað lið starfsmanna vinnur við hlið mörg hundruð vélmenna í nútímalegum verksmiðjunum í Mladá Boleslav og Kvasiny við suðu á undirvögnum sem og öllum yfirbyggingum bílanna sem framkvæmd er af fullkominni nákvæmni. Í Mladá Boleslav framleiðum við yfirbyggingar fyrir nýjan Octavia, Octavia T​erno sem og allar gerðir Fabia. Yfirbyggingar fyrir Roomster og Superb lúxusbílinn eru hins vegar framleiddar í verksmiðju okkar í Kvasiny.

Lökkun

Það er ekki auðvelt að ímynda sér nýjan bíl án fullkominnar lakkáferðar. Þess vegna byggðum við nútímalega aðstöðu í Mladá Boleslav og Kvasiny þar sem vinnsluferlið er fullkomlega sjálfvirkt og vélmenni sjá um að lakka yfirbyggingar Skoda bifreiða. Við notum eingöngu hágæða hráefni sem valda minnstum umhverfisskaða, þar á meðal vatnsleysanlega lakkglæru. Við erum fullir stolts að geta í ljósi þessa veitt ryðvarnarábyrgð gagnvart gegnumryðgun á yfirbyggingu til tíu ára á  Fabia, Octavia Tour og Superb, og enn lengri, eða 12 ára ábyrgð á nýjum Octavia. Þriggja ára ábyrgð er á lakkgöllum.

Málmsteypusmiðjur

Löng hefð er fyrir framleiðslu steypumóta fyrir vélar og gírkassa og smíði þeirra hjá Skoda Auto.  Árið 1962 varð Skoda til dæmis fyrsti bílaframleiðandinn í Evrópu til að taka upp háþrýstisprautun við framleiðslu á margbrotnum og flóknum álblokkum. Steypumót fyrir framleiðslu úr áli ásamt smíðisgripum úr járnsmiðju Skoda í Mladá Boleslav eru ekki einungis notaðir í öðrum verksmiðjum VW samstæðunnar heldur einnig hjá fjölda viðskiptavina Skoda innanlands og erlendis. Við vinnum stöðugt að því að nútímavæða málsmiðjur okkar og tileinka okkur nýjustu tækni.

Framleiðsla á vélum og gírkössum

Einhver háþróaðasta framleiðslueiningin innan Volkswagen samstæðunnar er verksmiðja Skoda Auto þar sem fram fer framleiðsla á vélum, öxlum og gírkössum. Starfsemi hófst þar á árinu 2001. Í verksmiðjunni framleiðum við nútímalegar þriggja strokka, 1,2 lítra HTP vélar fyrir Skoda, VW og Seat. Auk þess að framleiða aðrar gerðir bensínvéla og dísilvéla fer ennfremur fram í verksmiðjum okkar samsetning á nútímalega hönnuðum MQ gírkössum fyrir Volkswagen samstæðuna og Skoda Auto. Gírkassarnir eru rómaðir fyrir þægindi og nákvæmni í skiptingum. Einnig er í verksmiðjunni unnið að samsetningu á framöxlum og afturöxlum fyrir Fabia, Roomster og Octavia og afturöxlum fyrir Superb og Octavia Terno.

Lokafrágangur

Framleiðsla nýs Skoda Fabia og Octavia fer fram í Mladá Boleslav. Framleiðsla Roomster og Superb, stærstu gerðarinnar í framleiðslulínu Skoda, fer hins vegar fram í útibúi verksmiðjunnar í Kvasiny sem nýlega var stækkað. Í verksmiðju okkar í Vrchlabí fer fram samsetning á Octavia Tour, sem stöðugt nýtur mikilla vinsælda, og þar eru gerðar breytingar og settir aukahlutir á nokkrar gerðir bíla, (lúxusútfærslur L&K, Scout gerðir, RS sportgerðir og 4x4 gerðir). Samsetning á Skoda bílum fer einnig fram í nokkrum verksmiðjum og samsetningarverksmiðjum erlendis. Við gerum aldrei málamiðlanir gagnvart mikilvægasta útgangspunktinum við framleiðsluna, sem er gæði. Þess vegna fer hver einasti bíll sem við framleiðum í gegnum gæðaathugun þar sem allur tæknibúnaður er prófaður og eftirlit er haft með gæðum í samsetningu, áður en bíllinn fer frá okkur. Bílarnir eru einnig prófaðir í akstri á sérstakri prófunarbraut með margvíslegu vegyfirborði.

Þú ert okkur mikilvæg(ur)

Við fylgjumst sérstaklega með því hve mikla alúð umboðsaðilar okkar veita viðskiptavinunum. Þú átt ekki síður skilið það besta frá okkur en hágæðabílarnir sem við framleiðum. Heimsæktu Skoda umboðið og sannfærstu sjálfur um hve miklu máli það skiptir okkur að þú sért ánægður með framleiðslu okkar. Við bjóðum þér ennfremur sömu hágæðaþjónustuna áfram sem þú upplifðir fyrst þegar þú keyptir bílinn. Við tryggjum að bíllinn sé í lagi, hágæðaþjónustu, útblástursmælingar, upprunalega varahluti og fylgihluti með ísetningu og ýmsa aðra þjónustu. Frá okkar bæjardyrum séð er þetta allt sjálfgefið. Þú ert okkur mikilvæg(ur).