• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

Hönnun

Hönnunarmiðstöð

Hönnunarmiðstöð Skoda Auto er nútímaleg og um leið óhefðbundin bygging gerð úr gleri, steypu og stáli. Hún vekur eftirtekt án þess að vera of ríkjandi í umhverfi sínu.  Hún er byggð í anda hinnar nýju byggingalistar, með samræmdu jafnvægi í burðargrind sem skapar einfaldleika, notagildi og í fullu samræmi við eiginleika sem Skoda er þekkt fyrir.

Rými byggingarinnar er aðskilið með færanlegum glerþiljum sem skapar tækifæri til margbreytilegs skipulags innanhúss. Þessi breytanleiki gerir hönnuðum og verkfræðingum kleift að einbeita sér að vinnu sinni án þess að fórna þurfi sjónrænum samskiptum við aðra vinnufélaga. Einsleitt samspil glers og steinsteypu myndar listræna andstæðu við litríkt starfsumhverfið. Hönnunarmiðstöðin fékk viðurkenninguna Bygging ársins árið 1999. 

Ný kennileiti í arkitektúr

Fagleg teymi hönnuða, verkfræðinga og sérfræðinga á öðrum sviðum starfa hlið við hlið við þróun nýrra bílgerða fyrir Skoda í Hönnunarmiðstöðinni. Deild hönnuða styðst við teikningar og líkön til að hanna ytra útlit bílanna en sérfræðingar í innanrýmishönnun vinna að útfærslum á innanrýminu. Svo hægt sé að leggja raunsætt mat á hönnunina smíðar líkanasmiðjan líkön í fullri stærð úr leir sem eru nákvæmlega eins og raunverulegir bílar. 

Lita- og áklæðadeildin hannar sætaáklæði, ákveður liti og önnur efni sem gefa innanrýminu viðkunnanlegt og þægilegt útlit. Starfsmenn CAD hönnunardeildarinnar gera líkön af íhlutum í tölvum, eins og t.d. stýri. Við það verða til rafræn gögn sem nýtt eru við smíði á íhlutum í Skoda. Deildin sér ennfremur um upplýsingastreymi til einstakra hönnunardeilda. 

Hönnun Skoda bifreiða

Allar gerðir Skoda eru hannaðar í hönnunarmiðstöðinni í Mladá Boleslav. Hönnunin byggir á áratuga hefð tækniþekkingar ásamt samþættingu nýjustu þekkingar á sviði vísinda og ávallt með traustum stuðningi samstæðunnar. Í öllu ferlinu leita hönnuðir okkar eftir fullkomnun. Hver einasti dráttur í bílunum sem þeir skapa er yfirlýsing um þá ástríðu sem þeir hafa fyrir starfi sínu.

Hönnun Skoda á rætur sínar að rekja til hugmyndavinnu innan fyrirtækisins og rótgróinnar hönnunarstefnu þess. Í gegnum hönnunina eru dyggðir Skoda með sjónrænum hætti dregnar fram í sviðsljósið; nákvæmni, kraftur og hefð. Skoda bílar eru þess vegna samstundis auðgreinanlegir frá bílum keppinautanna. 

Ríkjandi og frumleg vatnskassahlíf er eitt af helstu útlitsatriðum allra þriggja bílgerða Skoda og um leið skýr samnefnari fyrir vörumerkið. 

Hönnunarferlið

Löngu áður en raunveruleg hönnun á nýjum bíl hefst hefur rannsókna- og þróunardeildin unnið með frumdrætti að fyrstu hugmynd hans. Fyrst þegar frumdrættir hönnunarinnar, sem byggjast á framleiðslulínum samstæðunnar, hafa verið teknir saman, er hægt að hefjast handa við útfærslu á heildarútliti bílsins. Á sama tíma og hugað er að sjálfri framleiðslulínunni er unnið að ýmsum rannsóknum og samanburðarathugunum á bílum keppinautanna, sem miðar að því að ná niðurstöðu um endanleg ytri og innri mál bílsins. Niðurstöðum þessara athugana er breytt í tölvugögn sem í framhaldinu eru notuð til þess að búa til líkön af bílunum úr leir. 

Stöðug skoðun fer fram á líkönunum í tengslum við samspil hönnunar á ytra útliti, innanrými og umhverfis ökumanns, tæknilegs útbúnaðar og nálgun við gildandi reglugerðir. Í lokaferli hönnunar líkana er endanleg afurð búin til sem innifelur í sér allar mikilvægustu breyturnar í hönnun ytra og innra rýmis í þrívíðu líkani. 

CAD hönnun

Hönnun með CAD-tækni, (Computer Assisted Design), felur í sér sköpun þrívíðrar tölvumyndar af ytra og innra útliti bíls. Þetta er skapandi ferill sem kallar á nákvæma samþættingu í öllu þróunarferli bílsins, bæði á sviði útlitshönnunar og tækni. Þegar líkan úr leir hefur fengið grænt ljós frá yfirstjórn fyrirtækisins er það nýtt sem undirstaða í tölvugerða mynd af bílnum. Mynd af honum er dregin upp í tölvunni eftir hugmyndum hönnuða með hliðsjón af frumdráttum og tæknilegum gögnum. Þess vegna er útkoman oft frábrugðin upprunalegum hugmyndum hönnuða.  

Endanleg útkoma ræðst að miklu leyti af tilfinningu líkanasmiðsins fyrir rými og samvinnu hans og hönnuða og verkfræðinga. Líkön í stórum hlutföllum einfalda framsetningu á CAD-gögnum fyrir allan bílinn í sýndarveruleika sem um leið einfaldar allt mat á formum hans og greiðir jafnframt leið fyrir tillögur að breytingum. Í framhaldi af vinnslu á CAD-gögnum og samþykki þeirra eru þau notuð til að búa til svokallað gagnastýrt líkan í hlutföllunum 1:1. Það er síðan á grunni þessa líkans sem tekin er endanleg ákvörðun um form og útlínur bílsins að utan og innan.