• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

Sagan

Laurin og Klement

Í byrjun desember 1895 hóf vélsmiðurinn Václav Laurin og bóksalinn Václav Klement, sem báðir voru forfallnir áhugamenn um hjólreiðar, framleiðslu á reiðhjólum eftir eigin teikningum. Í andrúmslofti þjóðerniskenndar sem ríkti undir lok 19. aldar fengu reiðhjólin hið þjóðlega nafn Slavia. Fáeinum árum síðar, árið 1899, hóf fyrirtækið Laurin & Klement Co. framleiðslu mótorhjóla. Þau urðu snemma vinsæl og unnu til margra verðlauna í kappaksturskeppnum. Frá 1905 vék framleiðsla mótorhjóla smám saman fyrir framleiðslu á bílum en tilraunir í þá átt höfðu hafist um aldamótin.​​

1905-1918/25

Eins og mótorhjólin naut fyrsti Laurin & Klement bíllinn, Voiturette A, mikilla vinsælda og náði síðar þeim stalli að teljast til hinna klassísku tékknesku bíla. Fljótlega komst á stöðugleiki í rekstri fyrirtækisins sem náði ágætri stöðu á alþjóðlegum bílamarkaði sem leiddi til þess að fyrirtækið gat hafið framleiðslu á breiðum grunni. Eftirspurnin jókst stöðugt og varð fljótlega litlu einkafyrirtæki um megn. Árið 1907 áttu stofnendur fyrirtækisins frumkvæði að því að breyta því í hlutafélag. Mikilvægi alþjóðlegrar starfsemi Skoda jókst stöðugt. Þörf var fyrir stöðugt meiri framleiðslugetu og upp úr 1914 hófst hernaðarframleiðsla á vegum Skoda.​

1925-1938/39

Í ljósi efnahagsþróunar í landinu varð ljóst að koma þurfti á  samstarfi við sterkan samstarfsaðila á sviði iðnaðar ef takast ætti að styrkja og nútímavæða fyrirtækið. Það framleiddi á þessum tíma fjölmargar gerðir fólksbíla, vörubíla, fólksflutningabíla, flugvélahreyfla og landbúnaðartækja. Árið 1925 rann Laurin & Klement saman við Pilsen Skoda Co. sem markaði endalok Laurin & Klement vörumerkisins. Snemma á fjórða áratug síðustu aldar var bílaframleiðsluhlutinn skipulagður upp á nýtt sem aðgreint hlutafélag innan Skoda samstæðunnar (Automobile Industry Co., ASAP). Í lok heimskreppunnar miklu átti fyrirtækið mikilli velgengni að fagna með Skoda Popular.​

1939-1945/48

Hernám Þjóðverja á árunum 1939 til 1945 olli umtalsverðri röskun í starfsemi fyrirtækisins, sem hafði verið innlimað í iðnaðarskipulag þýska ríkisins. Framleiðsla til borgaralegra nota var takmörkuð og framleiðslugetan miðuð að þörfum þýska ríkisins. Fyrirtækið komst í þjóðareign í mikilli þjóðnýtingu sem hófst strax í kjölfar seinni heimstyrjaldar árið 1946 og fékk heitið AZNP.  Í skjóli stjórnarhátta og efnhagslegra breytinga á þessum tíma öðlaðist fyrirtækið einkaleyfi á framleiðslu fólksbíla.​

1948-1989/90

Á grundvelli framleiðsluhefðar og velgengni fyrr á tímum var efnahagur Tékkóslóvakíu þokkalega heilbrigður í marga áratugi fyrir og á meðan sósíalískt hagkerfi var við lýði, þrátt fyrir áætlanabúskap sósíalismans og tilraunir til að hraða hagvexti. Það var ekki fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar sem óveðurský hrönnuðust upp í efnahagslífi Tékkóslóvakíu og þá aðallega vegna framþróunar nýrrar tækni í hinum vestræna heimi. Á áttunda áratugnum varð fullkomin stöðnun í efnahagslífi landsins sem einnig hafði áhrif á verksmiðjuna í Mladá Boleslav enda þótt fyrirtækið hefði leiðandi stöðu á austur-evrópskum markaði. Vöxtur í starfseminni varð ekki fyrr en framleiðsla hófst á nýrri gerð, Skoda Favorit, árið 1987. ​

1991

Í kjölfar pólitískra umbreytinga árið 1989 og í skjóli nýrrar markaðshagfræði hóf ríkisstjórn tékkslóvakíska lýðveldisins og framkvæmdastjórn Skoda að leita að sterkum, erlendum samstarfsaðila sem með reynslu sinni og fjárfestingu gæti tryggt alþjóðlega samkeppnishæfni fyrirtækisins til langs tíma. Í desember 1990 ákvað ríkisstjórnin að taka upp samstarf við Volkswagen samstæðuna. Skoda-Volkswagen samstarfsverkefninu var hleypt af stokkunum 16. apríl 1991 og hét nýja, sameinaða fyrirtækið Skoda automobilová a.s. og varð fjórða merkið innan vébanda Volkswagen samstæðunnar, þar sem fyrir voru VW, Audi og Seat. ​