This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.

Til baka

Öll smáatriðin sem þú varst að leita að

TÆKNILÝSING CITIGO

Mál bílsins

Utan- og innanmál, stærð farangursgeymslu

Öryggi

Annar öryggisbúnaður

ŠKODA CITIGO gerir engar málamiðlanir hvað varðar öryggi. Þessi litli bíll fékk fimm stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP árið 2011 fyrir framúrskarandi öryggisbúnað. Auk fyrrgreindra öryggisþátta er eftirfarandi búnaður staðal- eða aukabúnaður í CITIGO:

EDL-kerfið hjálpar til við hröðun eða þegar keyrt er upp halla og lítið grip er undir einu af drifhjólunum.

ABS-kerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist við neyðarhemlun eða þegar bremsað er á sleipu yfirborði.

MRS-kerfið vinnur gegn því að drifhjólin læsist, sem getur átt sér stað þegar ökumaður hægir á bifreiðinni á sléttu yfirborði.

› Hemlakerfið aðstoðar ökumann með því að auka hemlakraftinn þegar nauðsyn er á nauðhemlun. Þetta getur dregið umtalsvert úr nauðsynlegri hemlunarvegalengd.

ASR-kerfið tryggir að bíllinn fari mjúklega af stað án þess að hjólin spóli á sleipu yfirborði.

Rafrænt eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting sýnir ökumanni þrýsting í hjólbörðum öllum stundum.

Blikkandi hemlaljós draga úr hættunni á aftanákeyrslu, sér í lagi þegar komið er að umferðarteppum á þjóðvegum eða þegar snögghemlað er vegna óvæntra hindrana á veginum.