This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.

Til baka

Öll smáatriðin sem þú varst að leita að

TÆKNILÝSING FABIA

Mál bílsins


Öryggi

Annar öryggisbúnaður

ŠKODA FABIA er öruggur án nokkurra málamiðlana. Þessi fjölskyldubíll fékk fimm stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP árið 2014 fyrir framúrskarandi öryggisbúnað. Auk fyrrgreindra öryggiskerfa er eftirfarandi búnaður staðal- eða aukabúnaður í FABIA:

EDL-kerfið hjálpar til við hröðun eða þegar keyrt er upp halla og lítið grip er undir einu af drifhjólunum.

XDS+ aðstoðar ökumann í kröppum beygjum og gætir þess að bíllinn bregðist eðlilega við í slíkum aðstæðum. Rafstýringin hermir í grundvallaratriðum eftir sjálflæsandi mismunadrifi til að bæta grip og aksturseiginleika í beygjum. Þar af leiðandi beygir bíllinn á mun öruggari og eðlilegri hátt en áður hefur þekkst.

ABS-kerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist við neyðarhemlun eða þegar hemlað er á hálu yfirborði.

MRS-kerfið vinnur gegn því að drifhjólin læsist, sem getur átt sér stað þegar ökumaður hægir á bifreiðinni á sléttu yfirborði.

› Hemlakerfið aðstoðar ökumann með því að auka hemlakraftinn þegar nauðsyn er á nauðhemlun. Þetta getur dregið umtalsvert úr nauðsynlegri hemlunarvegalengd.

ASR-kerfið tryggir að bíllinn fari mjúklega af stað án þess að hjólin spóli á hálu yfirborði.

Rafrænt eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting sýnir ökumanni þrýsting í hjólbörðum öllum stundum.

HHC-brekkuaðstoðin auðveldar ökumönnum að keyra upp brekkur á öruggan hátt. Kerfið kveikir á sér í meira en fimm prósent halla og tryggir auðvelda og örugga ræsingu í brekku án þess að þörf sé á því að nota handbremsuna. Kerfið kemur í veg fyrir að bifreiðin renni afturábak eða drepi á sér. Þetta kerfi er staðalbúnaður í bílum með DSG-sjálfskiptingu og valbúnaður í öðrum útfærslum.

Blikkandi hemlaljós draga úr hættunni á aftanákeyrslu, sér í lagi þegar komið er að umferðarteppum á þjóðvegum eða þegar snögghemlað er vegna óvæntra hindrana á veginum.