• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

ŠKODA OCTAVIA G-TECOctavia G-TEC kemur sér vel fyrir náttúruna og veskið þitt.


Því meira sem þú ekur því grænni verður þú. Hann lítur út eins og aðrir Octavia bílar en er útbúinn sjálfvirkri skiptingu milli tveggja eldsneytiskerfa. Með CNG sameinar hann litla eldsneytisnotkun (5.3 m3/100km) og lítinn útblástur CO2 (94 g/km) og veldur þér litlum aksturskostnaði.

Compressed Natural Gas er ekki bara umhverfisvænt heldur líka kostnaðarvænt. Þegar þú ekur CNG bíl nýturðu líka góðs af hljóðlátari og mýkri vélvirkni.

Hlaðinn snjalltækni sem kemur bæði umhverfinu og fólki til góða.

Aflendurheimt

Aflendurheimt umbreytir hreyfiorku í nothæft rafmagn. Við vélarhemlun veitir rafallinn rafmagni til tækja og hleður rafgeyminn. Þetta sparar eldsneyti sem annars væri notað til þessara verka.

Þróuð tækni fyrir grænan akstur
Í ŠKODA Octavia G-TEC sameinast aðlaðandi hönnun, rúmgott innanrými og umhverfisvæn tækni.

Sá sami. En þó annar.

Við fyrstu sýn verður þér ekki ljóst að þú ert að horfa á einn skilvirkasta Octavia-bílinn. Útgáfan sem knúin er CNG er jafn stílhrein, rúmgóð og lipur og bensínútgáfan. Það sem gerir gæfumuninn er falið undir aðlaðandi yfirbyggingu Octavia. Tveir CNG tankar, vélarbreytingar, start-stopp kerfi, aflendurheimt við hemlun og fjölliða afturöxull.

Einstaklega sparneytinn

Vissir þú að eldsneytisnotkun CNG bíla á m3/100 km er næstum sú sama og eldsneytisnotkun í lítrum bensíns? Octavia G-TEC eyðir aðeins 3,5 kg (eða 5,5 m3) CNG/100 km og framleiðir 98 g/km af CO2 útblæstri (um 25% minna en bensínvél).

Bi-Fuel vél

Octavia G-TEC er knúinn þróaðri bi-fuel 4ra strokka vél með afgassforþjöppu. 81kW 1.4 TSI vélin gengur aðallega fyrir CNG en virkni hennar og aksturssvið eru aukin með 50 lítra bensíntanki. Það er þægilegt og hreinlegt að fylla á Octavia: Bæði áfyllingaropin eru undir sama lokinu.

Start-stopp kerfi

Þegar bíllinn er í kyrrstöðu gengur vélin að óþörfu en brennir áfram eldsneyti og losar mengandi útblástur. Þess vegna slekkur start-stopp kerfið sjálfkrafa á vélinni eftir að bíllinn stöðvast og dregur þannig úr heildareldsneytisnotkun.

Framtíðin byrjar í dag


Þegar við hugsum um græna tækni ímyndum við okkur ósýnilega brú sem tengir saman nútíð og framtíð barnanna okkar. Á sama hátt og foreldrar styðja börn sín í að láta framtíðardrauma sína rætast þá þróar og endurbætir ŠKODA G-TEC, GreenLine og Green tec gerðirnar. Þær aðgerðir sem við grípum til núna ákvarða hvort börnin okkar búa í betri heimi í framtíðinni. Því framtíðin hefst í dag.
Sjáðu Nýjan Octavia G-TEC á ferðinni

Græni ferðalangurinn

Þegar þú kaupir þér Octavia þá viltu fá góðan félaga fyrir bæði daglegan akstur og lengri ferðir. Octavia G-TEC er þar engin undantekning. Á bílnum eru samtals þrír eldsneytistankar. Tveir fyrir 97 lítra CNG og einn 50 lítra bensíntankur.Minni eldsneytisnotkun og minni útblástur. Meira...
Aktu grænu leiðina ŠKODA offers natural gas powered models in response to ever increasing demand for economical and eco-friendly cars.

The OCTAVIA G-TEC allows both petrol and natural gas (CNG - Compressed-Natural-Gas) to be used. The car is fitted with three fuel tanks – one petrol (50l) and two CNG (97l total) and can travel a distance of 1,330 kilometres (410km gas + 920km petrol reserve).

The OCTAVIA G-TEC consumes only 5.5 m3 CNG/100 km and produces 98 g/km of CO2 emissions (25 % less than a petrol engine).

Moreover, the model is fitted with the Start-Stop system and brake energy recovery.

ŠKODA OCTAVIA G-TEC comes with a six-speed manual or a seven-speed DSG automatic gearbox.
Mikilvægustu hlutirnir eru undir yfirborðinu. Meira...
Enginn munur að utan og innan

Innanrými í Octavia G-TEC er algjörlega óbreytt. Eini munurinn í staðalútgáfunni er sá að ekki er varadekk en í þess stað er viðgerðarsett til að skipta um dekk.

Eldsneytistankarnir eru undir bílnum. Varadekkið hefur vikið fyrir sérhönnuðum fleti fyrir bensíntankinn undir fjölliða afturöxlinum. Þökk sé þessari lausn býður CNG-knúinn Octavia upp á 460 lítra farangurspláss. Ef aftursætin eru felld niður fer hleðslurýmið upp í 1.450 lítra.

Allt undir öruggri stjórn jafnvel þó að slys verði. Meira...
Örugg virkni – öruggur akstur

CNG er jafnöruggt og díselolía og bensín. Jafnvel öruggara. Tankarnir undir skottinu uppfylla ströngustu kröfur og reglur. Ef slys verður er CNG varið í tönkunum með öryggisloka. Ef eldsvoði verður eru aðrir öruggislokar sem sjá um að stýra gasútstreymi.

Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að gas leki fyrir slysni. CNG (ólíkt LPG) er léttara en loft og dreifist hratt út í loftið. Auk þess veldur leki á CNG ekki skemmdum á jarðvegi eða jarðvegsvatni.

Auk þess má útbúa Octavia G-TEC með fjölda öryggiseiginleika sem vernda þig á akstri þínum um borgina. 9 loftpúðar, ESC með Multi-Collision bremsu og margnota myndavél fyrir akreinaðstoð, Intelligent Light Assistant og umferðamerkjagreining. Heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum.

Allt að 60% sparnaður í samanburði við bensíbíl. Meira...
Spöruð króna er grædd króna

Helsti ávinningur af CNG-bílum er eldsneytisparnaðurinn. CNG er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. 50% lægri eldsneytiskostnaður í samanburði við bensín eða dísel. ​Eldsneytisnotkun CNG bíla á m3/100 km er næstum sú sama og eldsneytisnotkun í lítrum bensíns. CNG borgar sig sannarlega, sérstaklega fyrir þá sem aka mikið.

Áfyllingarstöðvar um allan heim. Meira...
CNG hvert sem sem þú ferð

Það eru fleiri en 22.000 CNG áfyllingarstöðvar um allan heim. Í Evrópu eru um 4.000 CNG áfyllingarstöðvar.

Árið 2013 voru flestar áfyllingarstöðvarnar í Þýskalandi og Ítalíu eða um 900. Á hverjum degi fjölgar þeim eldsneytisstöðvum sem bjóða upp á CNG.

Ábyrgð gagnvart umhverfinu og sjálfbær þróun. Meira...
Hugsaðu um framtíðina.

Vissir þú að gas er elsta eldsneytið fyrir vélar sem brenna eldsneyti? Um allan heim hafa bílaframleiðendur haft margra áratuga reynslu af náttúrulegu gasi sem eldsneyti. Jafnvel áður en Carl Benz og Gottlieb Daimler komu bensínvélum sínum á markaðinn höfðu Etienne Lenoir í Frakklandi og Nikolaus Otto í Þýskalandi byggt gasknúnar vélar snemma á sjöunda áratug 19. aldar.

Í dag hefur það ýmsa kosti að aka á CNG-eldsneyti. Til dæmis valda ŠKODA G-TEC bílar áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól.

CNG veldur minni gróðurhúsaáhrifum. Í samanburði við bensín veldur náttúrugas 20-
25% minni losun CO2.

Ráð til að spara eldsneyti

Allir ŠKODA bílar eru hannaðir með framúrskarandi skilvirkni í huga til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. En endanleg eldsneytisnotkun er samt í höndum ökumannsins – þín. Óviðeigandi aksturslag eykur eldsneytisnotkun og veldur meiri losun gróðurhúsalofttegunda um tíu prósent. Þess vegna viljum við veita þér góð sparnaðarráð.

Þungi hægir ekki bara á þér heldur kostar eldsneyti. Taktu óþarfa hluti úr bílnum, þar skiptir hvert kíló máli. Og hugaðu að loftflæðinu líka. Reyndu að skilja gluggana ekki eftir opna og taktu af aukahluti eins og reiðhjólagrindur eða þakbox þegar þú þarft ekki að nota þá. Að fela sig í kjölfarssoginu fyrir aftan bíla, sérstaklega trukka, getur dregið mjög úr loftflæði og minnkað eldsneytisnotkun áþreifanlega. Gættu þín bara og farðu ekki of nálægt.

Mýkt er móðir skilvirkninnnar. Hömlulaus akstur þar sem sífellt er verið að hemla og gefa í leiðir af sér meiri eldsneytisnotkun. Hreint og mjúkt inntak sparar ekki bara peninga heldur gerir ferðina ánægjulegri og þægilegri. Aðeins í fullkomnu ástandi getur bíllinn sýnt sitt besta. Gættu þess ávallt að hæfilega mikið loft sé í dekkjunum og skipt sé reglulega um olíusíur og að viðhald bílsins sé í höndum fagmanna hjá viðurkenndum samstarfsaðilum ŠKODA.

Er umferðin að stöðvast fyrir framan þig? Fer græna ljósið framundan að breytast í rautt ljós? Lyftu fætinum! Að láta bílinn renna eyðir engu eldsneyti og þú færð jafnvel tækifæri til að auka hraðann án þess að þurfa að stoppa og þannig sparast enn meira eldsneyti. Umferðarhnútar kosta ekki bara tíma (og tími er peningar). Þeir auka eldsneytisnotkun og kosta þig því peninga. Að nota ŠKODA leiðsagnarkerfið með umferðarupplýsingum hjálpar þér að forðast umferðarhnúta og þú getur notað tímann og peningana í eitthvað skemmtilegra.

Bremsur breyta orku í hita. Ef aflendurheimtarkerfi er í bílnum þínum getur þú endurnýtt eitthvað af orkunni. Og þannig sparar þú eldsneytið sem annars færi í að halda vélinni í gangi þegar bíllinn er kyrrstæður. Það er óþarfi að láta vélina ganga þegar bíllinn stöðvast og því skaltu drepa á henni í hvert sinn sem hann er kyrrstæður í langan tíma. Eða þú getur fengið þér bíl með start-stopp kerfi og þá sér tölvan um það.

​Hár vélarhraði þýðir meira viðnám og núning. Sérstaklega með nútímalegum vélum með afgassforþjöppu sem geta náð hámarkstogi á litlum snúningi, þá er óþarfi að setja of mikinn snúning á vélina. Þú getur líka hlustað á Shift leiðbeiningakerfið. Hraðakstur sparar þér vanalega ekki nema nokkrar mínútur en hann getur aukið mjög eldsneytisnotkunina. Þar skipta jafnvel 10 eða 20 km/klst. miklu máli. Það sparar ekki bara peninga að halda sér innan hámarkshraða heldur gerir það ferðina öruggari og streituminni.