• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

Octavia RS

Þú sem hélst að þú vissir hvað kraftur væri...

Nýr ŠKODA Octavia RS

ŠKODA OCTAVIA Aðstoðarkerfi

Octavia RS í staðreyndum
Octavia hefur aldrei verið svona hraðskreiður
 • 248 km/klst. hámarkshraði
 • 2.0 TSI/162 kW og 2.0 TDI CR DPF/135 kW vélar
 • Nýstárleg og háþróuð stýring
Eldsneyti 4.6 l/100km
farangursrými 590 l / 1580 l
CO2 119 g/km
Glæsilegur afturhluti

Miðpunktur straumlínulagaðs afturhlutans er svarti dreifarinn og innbyggða endurskinið undirstrikar kraftmikinn stílinn enn frekar. Þessi lykilatriði í nýja Octavia RS eru enn frekar undirstrikuð með tveimur stórum, trapisulaga krómuðum póströrum

Svo eru það afturljósin, þar sem háþróuð LED-tækni og góðkunna hálfmánalaga Octavia-hönnunin er staðalbúnaður. Og ekki má gleyma vindskeiðinu meðfram skottlokinu. 

Sérstakur hljóðmagnari magnar upp vélarhljóðið til að auka enn á kappakstursstemninguna. (Fáanlegt sem aukabúnaður.)


Kröftugt yfirbragð

Hraði og glæsileg hönnun einkenna nýja ŠKODA Octavia RS. Sportlegir eiginleikarnir skína alls staðar í gegn. Nýi hönnunarstíllinn er sjáanlegur hvert sem litið er.  

Það sem fyrst grípur augað á framhliðinni er sígilda ŠKODA-grillið með
RS-merkinu, einkennandi gatamunstraða loftinntakinu, nýstárlegum RS-stuðara og þokuljósum, auk nýju bi-xenon framljósanna með innbyggðum LED-dagljósum (sem eru nú staðalbúnaður).


Með kraft í kögglum

​Tvær nýjar vélar eru fáanlegar í nýja ŠKODA Octavia RS. Þú getur valið á milli tveggja lítra 162 kW (220 HP) bensínvélar eða tveggja lítra 135 kW (184 HP) dísilvélar. 

Með
2.0 TSI-bensínvélinni og sex gíra beinskiptingunni kemst Octavia RS úr kyrrstöðu í 100 km hraða á aðeins 6,8 sekúndum. Hámarkshraðinn er 248 km/klst., 6 km meira en hjá annarri kynslóð Octavia RS. 

Með nýju Octavia RS
2.0 TDI-dísilvélinni og sex gíra beinskiptingunni kemstu úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á 8,1 sekúndu og hámarkshraðinn er 232 km/klst.


Úthugsuð þægindi

Inni í nýja ŠKODA Octavia RS er svart yfirbragð og sportleg stemning. Í framhurðunum eru innbyggð, lágstemmd innanrýmisljós sem auðvelda manni að finna húninn.

Ökumaður og farþegi í framsæti sitja í nýlega hönnuðum 
RS-sportsætum og sportlegt þriggja arma stýri með gataðri leðurklæðningu er staðalbúnaður. Gírstöngin og handbremsan eru með leðri í stíl og þröskuldar og fótstig eru úr ryðfríu stáli

Á mælaborðinu er Maxi DOT litaskjár, sem er eingöngu fáanlegur í RS.
Stýrið, gírstöngin, þröskuldarnir, sætin og gólfmotturnar eru öll með RS-merkinu.


Háþróuð stýring Nýi ŠKODA Octavia Combi RS er lipur og lætur einstaklega vel að stjórn. Beygjuhornið er óvenju stórt og í bílnum er háþróaður rafvélrænn stýrisbúnaður

Þessi snjalla tækni lagar sig sjálfkrafa að akstursskilyrðunum sem eru framundan. Á löngum og beinum vegum tekurðu varla eftir því að þú sért að stýra. Þegar þarf að beygja verður stýrið sjálfkrafa næmara fyrir hreyfingum þínum. 

Í borgarakstri auðveldar háþróaða stýringin þér að leggja í þröng stæði. Fullkomið!

XDS
Rafstýrð mismunadrifslæsing (EDL) bætir grip og aksturseiginleika. XDS er hluti af rafstýrðu mismunadrifslæsingunni.

ESC Sport
Ef stutt er á hnappinn slokknar á ASR-búnaðinum. Ef stutt er lengi á hnappinn er ESC Sport virkjað (sportstillingar).
Sportlegt útlit og sportleg stemning

Sportleg fjöðrun er staðalbúnaður, svo ŠKODA Octavia RS lætur vel að stjórn og það er hreinn unaður að aka honum. Yfirbyggingin er 12 mm lægri en á venjulegum Octavia.

Notast er við
samsettan öxul að aftan. MacPherson-gormafjöðrun með þríhyrningslaga undirlagi tryggir nákvæma stefnu. Rafstýrð XDS mismunadrifslæsing er innbyggð í rafrænu stöðugleikastýringuna (ESC) og er staðalbúnaður. Þessi eiginleiki bætir grip og dregur úr tilhneigingu bíla í þessum flokka til að undirstýra í beygjum.


Myndband

Öryggi

1 – Framanáaðstoð og sjálfvirk hemlun
Svo er það hinn verndarengillinn, sem fylgist með því sem er framundan og varar þig við yfirvofandi hættu. Kerfið getur hemlað upp á eigin spýtur og þannig komið í veg fyrir slys eða a.m.k. dregið úr skaðanum.
2 - Akreinaaðstoðin
Akreinaaðstoðin fylgist með veginum framundan. Ef þú slysast til að rása á milli akreina grípur kerfið í taumana, leiðréttir stefnu bílsins og kemur þannig í veg fyrir hugsanlegt slys.
3 – Fjölárekstrabremsan
Ímyndaðu þér bara að þú akir á vegrið og bíllinn lendi á öfugri akrein þar sem bíll úr öfugri átt gæti ekið á hann. Með nýju Octavia-fjölárekstrabremsunni þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af þessu.


4 Farþegavernd
Verndar farþega í neyðartilvikum með því að samhæfa kerfi í bílnum til að lágmarka skaða af umferðaróhöppum. Farþegaverndin fylgist með akstrinum og býr ökumann og farþega í framsæti undir árekstur ef hugsanleg hætta er greind.
5 Aksturaðstoðin
Leyfðu bílnum þínum að ráða þér heilt — hann er hlutlausari en þú. Akstursaðstoðin varar þig í tæka tíð við sívaxandi þreytu og kemur þannig í veg fyrir háskalegar aðstæður.
6 Loftpúðar
Loftpúðarnir hindra að líkami farþega skelli utan í eitthvað hart innan í bílnum. Í þessum ŠKODA eru allt að níu loftpúðar.

Nýju litirnir á ŠKODA Octavia RS

RS skartar þremur glænýjum litum úr Octavia-handraðanum: Steel Grey (sanseruðum), Rallye Green og Sprint Yellow (ósanseruðum). Þú getur líka valið sanseraða liti með perluáferð: Black Magic, Race Blue, Brilliant Silver og Platin Grey eða ósanseruðu litina Candy White og Corrida Red.Þægindi

1 Ljósaaðstoð
Ljósaaðstoðin skiptir sjálfkrafa á milli dagljósa og lágra ljósa í myrkri eða þegar ekið er inn í göng, auk þess að lýsa upp umhverfi bílsins þegar honum er læst eða hann tekinn úr lás.
2  Sjálfvirk bílastæðahjálp
Rispur að aftan eru liðin tíð! Nú lendirðu ekki lengur í því að beygla bílinn þegar þú leggur í þröng stæði. Með hjálp þessa kerfis er merkilega auðvelt að leggja í erfiðustu stæði.
3 Umferðarmerkjagreinir
Viltu fá stöðugar upplýsingar um hámarkshraða og önnur umferðarmerki? Nýr Octavia með þessu kerfi greinir umferðarmerki tímanlega og birtir þau á skjánum fyrir framan þig.
4 - KESSY
Viltu geta opnað og lokað dyrum og ræst og slökkt á vélinni án þess að styðja á einn einasta hnapp? Það er hægt með KESSY-kerfinu.


5 – Sjálfvirki hraðastillirinn
Hraðastillir sem heldur fyrirfram ákveðnum hraða kemur sér vel á lengri ferðalögum. Kerfið getur líka lagað sig sjálfkrafa að hraða bílsins fyrir framan þig og haldið þannig jafnri fjarlægð frá honum.
6 – Rafstýrð sóllúga
Rafstýrða sóllúgan hleypir sólskini, miklu ljósi og fersku lofti inn í bílinn. Þér finnst þú vera frjáls og í góðum tengslum við umhverfi þitt á meðan þú ekur.
7 – Canton-hljóðkerfi
Með Canton-hljóðkerfinu getur þú spilað uppáhaldstónlistina þína í mestu gæðum sem völ er á.
8 – Útvarp og leiðsagnarkerfi
Ný kynslóð upplýsinga- og afþreyingartækni og leiðsagnarkerfa, þar sem gnótt snjallra lausna léttir þér lífið. Þar á meðal er snertiskjár, Bluetooth og stafrænt útvarp.

Myndasafn