• Citigo
   • Citigo
    Citigo
    Snjall og þægilegur lítill bíll
    • ​Fimm dyra
    • Stórt innrarými fyrir fjóra farþega og farangur þeirra
    • ​Hagkvæm 44 kW eða 55 kW bensínvél
    • farangursrými251l /959l
    • frá4,1l/100km
    • frá95g/km
 • Fabia
   • Fabia
    Fabia
    Ungur, ferskur, borgarsmábíll
    • Svipmikill, nútímalegur og kraftmikill
    • Nýtt og ferskt innanrými
    • Aukin breidd og flatari yfirbygging, hlutföll í samræmi
   • Fabia Combi
    Fabia Combi
    Þar sem aðrir hætta, þar byrjum við
    • Besta farangursrýmið í þessum verðflokki

    • Ný aðstoðarkerfi og framsækin þæginda- og upplýsingakerfi

    • Kraftmiklar og skilvirkar vélar

 • Nýr Rapid
   • Rapid
    Rapid
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni og pláss fyrir alla fjölskylduna
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI vélar með  70 kW og 81 kW
   • Rapid Spaceback
    Rapid Spaceback
    Smágerður hlaðbakur útbúinn nýjustu tækni
    • Hátæknibúnaður á boð við bi-xenon aðalljós eða sjálfvirka ljósaaðstoð (Auto Light Assist)

    • ​Tæknimöguleikar á háu stigi – SmartLink+, Media Command og 2 USB tengi að aftan
    • Nýjar kraftmiklar og sparneytnar 1.0 TSI velar með  70 kW og 81 kW
 • Ný Octavia
   • Octavia
    Octavia
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia G-Tec
    Octavia G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • ​Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
   • Octavia RS
    Octavia RS
    Kraftmesti Octavia allra tíma
    • 2.0 TSI bensín núna með 169 kW (230 hö), 2.0 TDI dísel núna með aldrifi
    • Ný framhlið, LED aðalljós, einstök RS smáatriði​
    • Hágæðatækni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi, tengingum og aðstoðarkerfum​
   • Octavia RS 245
    Octavia RS 245
    Hámarks afköst
    • 2.0 TSI 180 kW (245 PS) vél, 7-gíra DSG-skipting
    • Hámarkshraði 250 km/klst, frá 0 upp í 100 km á 6,6 sekúndum​
    • VAQ mismunadrifslás
   • Octavia Combi
    Octavia Combi
    Hjartað í þessu merki í nýju toppformi
    • Nýjungar í hönnun bakhliðar og framhliðar, full-LED aðalljós

    • ​Nettengdar ŠKODA Connect þjónustur
    • Nýstárleg aðstoðarkerfi ökumanns
   • Octavia Combi Scout
    Octavia Combi Scout
    Klæddur fyrir útivist
    • Hagnýt virkni

    • ​Skynvætt 4x4
    • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
   • Octavia Combi G-Tec
    Octavia Combi G-Tec
    Í náttúrulegum sérflokki
    • Umhverfisvænn – minni hávaði, minn útblástur

    • Ódýrt eldsneyti – sparar peninga
    • Örugg virkni – öruggur akstur
 • Superb
   • Superb
    Superb
    Nýja flaggskipið með byltingarkenndri hönnun, hámarksþægindum og framsæknum tengingum
    • ​Gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.

    • Aflmeiri akstur enda með 206 kW vélina sem er fremst í sínum flokki

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

   • Superb Combi
    Superb Combi
    Rúmgóður og útbúinn nýjustu og bestu tækni
    • Farangurshólfið er með 660 lítra rými.

    • Mörg framsækin öryggis- og aðstoðarkerfi

    • Hámarksþægindi með DCC – virkri fjöðrunarstýringu

 • Kodiaq
   • Kodiaq
    Kodiaq
    Sterkur sem björn.
    • Hönnun nýja sportjeppans frá ŠKODA ber merki um afl og öryggi.

    • ​Stærð, styrkur, ættarsvipur
    • Farðu á nýjar slóðir
 • Karoq
   • Karoq
    Karoq
    Svipmikill sportjeppi
    • Svipsterkt útlit

    • ​Stafrænt mælaborð
    • Ríflegt pláss

ŠKODA Octavia Scout

ŠKODA Octavia Scout

Ævintýralegt rými

ŠKODA OCTAVIA Aðstoðarkerfi

Þegar rýmið og ævintýrið mætast

Ímyndaðu þér reisulegt ættarsetur þar sem gnægð er af rými fyrir bæði fólk og farangur. Ímyndaðu þér bíl þar sem allt þetta er fyrir hendi en líka spennandi akstur og framúrskarandi stjórn á bílnum, einnig við hin erfiðustu akstursskilyrði. Þannig er ŠKODA Octavia Scout. Og þetta villta aðdráttarafl sem hann hefur býr ekki bara í kröftugu ytra útliti. Þessi gerð er fáanleg með skynvæddu fjórhjóladrifi þannig að þú getur ekið utan vega án titrings.
Ævintýragjörn fjölskylda
Í dagsferðum óhreinkast skórnir og stígvélin, þið viljið sjá dýrin og heimsækja ættingja í sveitinni. Þannig að fjölskyldan minnir jafnvel meira á ættbálk en fjölskyldu. Og þessi ættbálkur þarf á svona bíl að halda: Hann þarf nýjan ŠKODA Octavia Scout.

Octavia Scout er tilbúinn í ævintýrin. Hvað með þig?

Eins og sönnum skáta sæmir er þessi Scout, Octavia Combi, tilbúinn til að takast á við hin erfiðustu verkefni. Hvort sem er í borginni eða úti á landi þá greinir hann sig frá öðrum bílum með sterku hlífðarplasti á yfirbyggingunni, 171 mm veghæð, og að innan með þægilegu sætaáklæði og fótstigum úr ryðfríu stáli.

Sérhannaður fyrir útivistarfólk

Að utan sker Octavia Combi sig úr með ýmsum smáatriðum sem eru sérkennandi fyrir Scout-gerðirnar, til dæmis: Framstuðari með auðkennandi hönnun, afturstuðari með dreifara og aurhlífum úr plasti, dyraþröskuldar og neðri hluti hurðanna. Annað einstakt smáatriði er líka Scout-áletrunin á grillinu og afturhleranum.
Stílhreinn og endingargóður
Jafnvel stílhreinu atriðin í Octavia Scout skara fram úr hvað varðar traustleika og þolgæði. Undir bílnum eru 17" sérhannaðar álfelgur. Að innan eru fótstigin gerð úr endingargóðu ryðfríu stáli. Auk þess eru gúmmíbólur á fótstigunum svo fætur ökumannsins renna aldrei til á þeim.

Með Scout merkið

Sannur skáti vinnur sér inn merki fyrir færni og afrek. ŠKODA Scout er þar engin undantekning – meistari í vélfræði, ratvísi og þrautseigju í óbyggðum.
Vélfræði
Bygging
Fjarskipti
Að rata um
Þrautseigja í óbyggðunum
Vélfræði
​DSG-gírskipting með tvöfaldri kúplingu er sannkallað meistaraverk í vélfræði: Sameinar sparneytni og hraðar gírskiptingar í beinskiptingunni með þægindum sjálfskiptingar. DSG-gírstöngin er innfelld í miðstokkinn og með sérhönnuðu Scout-merki.
Bygging
Innanrýmið í Octavia Scout er hannað til að vera bækistöð þín fyrir daglega könnunarleiðangra. Bíllinn ber auðveldlega fimm manns. Innanrýmið er 1.449 mm breitt og það er nóg fótapláss. Fjórir fullorðnir geta ferðast þægilega jafnvel á langferðum. Þú getur valið aðlaðandi Alcantara-sæti í svörtum eða brúnum lit – alltaf með Scout-merkinu.
Fjarskipti
Stýrið í Octavia Scout er alhliða stjórntæki í þínum höndum: Þú getur valið uppáhaldslagið þitt, hringt mikilvægt símtal, flett í tölvunni um borð og margt fleira. Auk þess er stýrið með sérstakri Scout-skreytingu og merki.
Að rata um
​Þekkirðu stöðu sólarinnar og stjörnumerkjanna, eða í hvaða höfuðátt mosinn á trjábolinum vísar? Í Columbus-leiðsögukerfinu með 8" snertiskjá eru margir eiginleikar sem koma sér vel í þínum könnunarleiðöngrum. Þú getur stillt Climatronic-hitastillinguna, flokkað músíkina þína, hringt í síma eða breytt ýmsum stillingum í bílnum.
Þrautseigja í óbyggðunum
​Sílsahlífar með Scout-áletrun vernda ekki bara bílinn heldur bjóða ykkur líka velkomin inn í þennan ævintýragjarna meðlim Octavia-fjölskyldunnar.
Octavia Scout í staðreyndum
Traustur félagi í útivist og fjölskylduferðum með hörkulegt útlit
 • ​Hagnýt virkni
 • ​Skynvætt 4x4
 • ​Hlífðarpakki fyrir undirvagninn á slæmu undirlagi
Eldsneyti 4.9 l/100km
farangursrými 610 l / 1740 l
CO2 129 g/km

Skynvætt fjórhjóladrif

Slæmt grip fyrir framhjólin og vinstra afturhjólið

Jafnvel við einstaklega krefjandi akstursskilyrði getur þú haldið ró þinni – Octavia Scout getur útdeilt allt að 85% af togkraftinum í bara eitt hjólið.

Skynvætt fjórhjóladrif og vörn fyrir undirvagn
Drifrás með fimmtu kynslóðar Haldex-kúplingu bregst við hinum minnstu breytingum undir hjólum bílsins á sekúndubroti. Við venjuleg aksturskilyrði er bíllinn í framdrifinu. En í snjó, leðju eða hálku virkjast fjórhjóladrifið án þess að þú takir eftir því. Fyrir akstur utan vega er Ocatvia Scout útbúinn sérstakri vörn fyrir undirvagninn: Rough-Road Package.
Gott veggrip (þurr vegur)

Við venjuleg aksturskilyrði fer mestallt aflið í framhjólin.

Slæmt grip fyrir öll hjólin

Í hálku dreifir skynvætt kerfið með fimmtu kynslóðar Haldex-kúplingunni togi á milli allra hjólanna á sekúndubroti.

Slæmt grip fyrir framhjólin

Drifrásin í Octavia Scout hjálpar þér að takast á við aðstæður þar sem ekkert veggrip er fyrir framhjólin – allt að 90% af togkraftinum getur flætt yfir í afturhjólin.

​​Skátinn finnur réttu hráefnin

Auk þess að vera sérstaklega vel útbúinn fyrir útivistina hefur hann til að bera alla þá góðu eiginleika sem Octavia Combi er þekktur fyrir. Þar má meðal annars nefna gott pláss fyrir fimm farþega og 610 lítra farangurshólf. Við þetta bætast háþróaðir öryggiseiginleikar, aðdáunarvert veggrip, fjölmargar lausnir í anda kjörorðsins Simply Clever – allt sem þarf til að upplifa fullkomin ævintýri í hinum daglega akstri.
Hagnýtir eiginleikar og kraftmikill glæsileiki Meira...
Aðlaðandi hönnun

Í nýjum ŠKODA Octavia Combi mætist hagkvæm virkni og kraftmikill glæsileiki á sérstakan hátt. Hönnun bílsins vekur aðdáun fyrir skýrleika, nákvæmni og fullkomin hlutföll allt frá framhlið til bakhliðar.


 

Útlínur bílsins flæða kraftmiklar frá framrúðu til afturrúðu, en eru lausar við óþarfa króka eða aukalínur. Há lína í lögun eins og hvirfilbylur undirstrikar sjálfstæða og skarpa hliðarlögun. Þaklínan slútir mjúklega niður að aftan, afturljósin teygjast langt út til hliðanna að aftan, í beinni línu við línuna með hvirfilbylslöguninni.

Það felst miklu meira í alvöru fjölskyldubíl en bara stórt skott. Meira...
Hleðslumeistarinn snjalli

610 lítra skottið í ŠKODA Octavia Combi er það besta sem býðst í þessum flokki bíla. Ef aftursætin eru felld niður fer hleðslurýmið í bílnum upp í 1.740 lítra. Hægt er að fella aftursætin niður á einfaldan hátt með því að ýta á hnapp í skottinu. Ef farþegasætið frammi í er líka fellt niður getur bíllinn flutt hluti sem eru allt að 2,92 m langir.


 

Að ferma og afferma í Octavia Combi er einfaldlega barnaleikur. Þú ýtir bara á hnapp og rafknúinn afturhleri byrjar að opnast; þú ýtir á annan hnapp sem er þægilega staðsettur á fimmtu dyrunum, og þá lokast afturhlerinn.

Öruggasti Octavia Combi allra tíma Meira...
5 stjörnu öryggi ŠKODA Octavia Combi fékk toppeinkunnina fimm stjörnur í Euro NCAP árekstraprófinu fyrir framúrskarandi öryggi. Farþegar geta treyst á framsækin öryggiskerfi, heildstæðan öryggispakka sem inniheldur meðal annars allt að níu loftpúða, og örugga stjórn á bílnum.
Þægilegasti ferðamátinn Meira...
Nóg pláss til að deila ŠKODA Octavia Combi er nánast eins og orðabókarskýring á „rúmgóður". Ekki margir bílar í hópi smærri bíla bjóða upp á lengra innanrými (1.782 mm) og meira hnérými (73 mm). Og höfuðrými frammi í (983 mm) og aftur í (995 mm) er líka býsna gott!
Skilvirkar og liprar drifrásir Meira...
Vélar

Í ŠKODA Octavia Combi býðst úrval af nútímalegum, aflmiklum og skilvirkum bensín- og dísilvélum. Þrjár af þeim eru fáanlegar í Octavia Scout: tvær dísilvélar og ein bensínvél.


 

Í öllum drifrásum er skynvætt aldrif með fimmtu kynslóðar Haldex-kúlingu og skilvirkum Green tec pakka (umhverfisvæn tækni) með Start-stop kerfi og vélaraflheimt í hemlum sem staðalbúnaður.


 

Bensínvél:

1.8 TSI/132 kW (6-gíra DSG sjálfskipting)

Dísilvél:

2.0 TDI/110 kW (6-gíra beinskipting)

2.0 TDI/135 kW (6-gíra DSG sjálfskipting)

Multi-function camera, front radar and sensor-based systems to help you concentrate on driving More...
Assistants to enhance comfort and safety ​The Octavia Combi features an impressive list of assistants which make mobility safer and more comfortable. Some of them will help you to recognize traffic signs, others are there to assist you with emergency braking; you can count on them on motorways as well as in the city... Put it simply - the Octavia Combi makes your day-to-day driving as comfortable and safe as possible.