This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Til bakaÖLL SMÁATRIÐIN SEM ÞIG VANTAÐI
ŠKODA OCTAVIA COMBI G-TEC er öruggur án nokkurra málamiðlana. Þessi netti skutbíll fékk fimm stjörnur í árekstrarprófunum Euro NCAP árið 2013 fyrir framúrskarandi öryggisbúnað. Auk fyrrgreindra öryggiskerfa er eftirfarandi búnaður staðal- eða aukabúnaður í OCTAVIA COMBI G-TEC:
› EDL-kerfið hjálpar til við hröðun eða þegar keyrt er upp halla og lítið grip er undir einu af drifhjólunum.
› XDS+ aðstoðar ökumann í kröppum beygjum og gætir þess að bíllinn bregðist eðlilega við í slíkum aðstæðum. Rafstýringin hermir í grundvallaratriðum eftir sjálflæsandi mismunadrifi til að bæta spyrnu og aksturseiginleika í beygjum. Þar af leiðandi beygir bíllinn á mun öruggari og eðlilegri hátt en áður hefur þekkst.
› ABS-kerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist við neyðarhemlun eða þegar hemlað er á hálu yfirborði.
› MSR-kerfið vinnur gegn því að drifhjólin læsist, sem getur átt sér stað þegar ökumaður hægir á bifreiðinni á sléttu yfirborði.
› Hemlakerfið aðstoðar ökumann með því að auka hemlakraftinn þegar nauðsyn er á neyðarhemlun. Þetta getur dregið umtalsvert úr nauðsynlegri hemlunarvegalengd.
› ASR-kerfið tryggir snurðulausa ræsingu og hröðun án þess að hjólin spóli á sleipu yfirborði.
› Rafrænt eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting sýnir ökumanni þrýsting í hjólbörðum öllum stundum.
› Valfrjálst aðstoðarkerfi við akstur í brekku hjálpar ökumönnum að keyra upp brekkur á öruggan hátt. Kerfið kveikir á sér í fimm prósent halla og tryggir auðvelda og örugga gangsetningu í brekku án þess að nota stöðuhemilinn. Kerfið kemur í veg fyrir að bifreiðin renni aftur á bak eða drepi á sér.
› Blikkandi hemlaljós draga úr hættunni á aftanákeyrslu, sér í lagi þegar komið er að umferðarteppum á þjóðvegum eða þegar snögghemlað er vegna óvæntra hindrana á veginum.