This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Til bakaÞökk sé snjallri hönnun á netum, krókum og hillum í farangursrýminu er engin þörf á að gera málamiðlanir hvað snerpu og hagkvæmni varðar. Netakerfið ásamt festikrókum kemur í veg fyrir að minni hlutir kastist til. Þú átt eftir að sjá að sterkir snagar á hliðunum koma sér vel, til dæmis þegar þú ferð að versla eða þarft að flytja íþróttadótið.
„Festibúnaður fyrir farangur“ er m.a. til þess að reyra niður öskjur og kassa í farangursgeymslunni og koma í veg fyrir að farangurinn renni til á ferð. Þær má fella saman og geyma í hlið farangursgeymslunnar. Festingarnar er hægt að taka í sundur og festa þær með riflás í gólf farangursgeymslunnar. Þú þrýstir einfaldlega hlutunum á milli festibúnaðarins til að festa þá kirfilega.
Viður, möl, sementspokar og jarðvegspokar úr garðinum ... skelltu öllu þessu sem þú hefðir annars skilið eftir heima upp á kerruna. ŠKODA OCTAVIA RS 245 með inndraganlegu dráttarbeisli verður enn nytsamlegri en áður – þó aðeins þegar þú þarft sérstaklega á því að halda. Dráttarbúnaðurinn er með aftengjanlegum haus og dregur ekki úr glæsilegu útliti bílsins þegar hann er ekki í notkun.
Tveir snagar til hliðanna auka enn á fjölbreytta nýtingu á farangursrými OCTAVIA RS 245. Þeir eru ætlaðir til að hengja á ýmsa hluti eða farangur sem væri að öðrum kosti óstöðugur og myndi ekki passa á gólf farangursrýmisins. Þú sérð að þeir geta komið sér vel, t.d. þegar þú ferð að versla eða þarft að keyra með íþróttadótið með þér.