This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Til bakaMeginlínan í hönnun innanrýmisins í OCTAVIA RS hefur svart yfirbragð, allt frá loftklæðningu til fótrýmis þar sem finna má fótstig með áláferð.
Sportlegt, þriggja arma aðgerðastýri með götuðu leðri er staðalbúnaður. Í bílum með DSG-sjálfskiptingu fylgja gírskiptirofar sem þú getur notað til að skipta handvirkt um gír.
Það er ekki bara stýrið sem er klætt með leðri, það gildir einnig um gírskiptihnappinn og handfang stöðuhemilsins. Fyrir þessa íhluti, sætin og aðra hluta innanrýmisins er hægt að panta gráan eða rauðan saum.
Upphleyping á ryðfríu stáli og RS-merkið gera að verkum að sílsalistar hjá framhurðum eru með einkennandi RS-hönnun.
Fótstig úr ryðfríu stáli spila stóran þátt í sportlegu útliti innanrýmisins. Fótrýmið hjá ökumanninum fær spennandi yfirbragð og silfruð áferðin kallast á við krómið annars staðar í innanrýminu. Á fótstigunum eru gúmmífletir til að koma í veg fyrir að þú rennir til.