This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Til bakaAftursætin eru niðurfellanleg í 60/40 skiptingu og auka til muna fjölbreytilega notkun á innanrými RAPID SPACEBACK. Einnig er í boði niðurfellanlegur armpúði fyrir aftursætin sem aukabúnaður. Armpúðinn býður upp á að búa til op inn í farangursgeymsluna og flytja lengri hluti, eins og t.d. skíði eða árar.
Þökk sé snjallri hönnun á netum, krókum og hillum í farangursgeymslunni er engin þörf á að gera málamiðlanir hvað snerpu og hagkvæmni varðar. Netakerfið ásamt festikrókum kemur í veg fyrir að minni hlutir kastist til.
Tvöföld gúmmímotta er í farangursgeymslunni. Á annarri hliðinni er hagnýtt yfirborð sem má þvo og á hinni hliðinni glæsilegt gólfteppi. Snúðu mottunni einfaldlega við til að fá yfirborð sem hentar farangrinum.
Þegar þú þarft að nota alla hæð farangursgeymslunnar verður fyrst að færa bögglagrindina. Í staðinn fyrir að halda af stað án hennar eða hugsa um hvað skuli gera við hana geturðu einfaldlega stungið henni á bak við aftursætin. Þannig tekur bögglagrindin mjög lítið geymslupláss og er tiltæk um leið og farangursgeymslan hefur verið tæmd.