This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Til bakaNýja ŠKODA Connect-kerfið gerir RAPID að fulltengdum bíl. ŠKODA Connect samanstendur af þremur ólíkum pökkum. Nettengt upplýsinga- og afþreyingarkerfi veitir upplýsingar og leiðsögn sem eru alveg nýjar af nálinni, á meðan Care Connect-pakkinn gerir þér kleift að stjórna tilteknum aðgerðum bílsins með snjallsímanum þínum (Remote Access) og býður tengingu við þjónustuaðilann þinn (Proactive Service). Þriðja þjónustan er grundvallaratriði í ŠKODA Connect, þ.e. neyðarsímtal.
ŠKODA RAPID er með nýtt nettengt kerfi sem gerir farþegum í aftursætum kleift að stjórna Amundsen-upplýsinga- og afþreyingarkerfinu í spjaldtölvunum eða snjallsímunum sínum. Notaðu ŠKODA Media Command-forritið til að skoða kerfishluta á spjaldtölvu eða snjallsíma og stjórna einstökum aðgerðum.
Nú verða aldrei oftar rifrildi um hver má nota USB-tengið! Tvö USB-tengi eru til taks fyrir farþegana í aftursætunum til að hlaða tvö tæki í senn á þægilegan hátt. Klassíska spurningin „hvenær verðum við komin?“ mun fljótt gleymast.
Núna eru bíllinn þinn og snjallsíminn í fullkomnum samhljómi. SmartLink+ kerfið speglar upplýsingar á símanum þínum á upplýsingaskjánum. Öll uppsett forrit sem hafa öryggisvottun til notkunar í ökutækjum eru samhæf við Apple CarPlay/Android Auto/MirrorLinkTM.
Notaðu SmartGate-viðmótið til að tengja snjallsímann þinn eða spjaldtölvuna þína við bílinn til að lesa af áhugaverðar upplýsingar um ólík kerfi bílsins, t.d. eldsneytiseyðslu, aksturseiginleika eða viðhaldsupplýsingar.
Handfrjálsa kerfið gerir það bæði þægilegt og öruggt að nota símann við akstur. Einnig er hægt að renna A2DP-tónlistarstreymi í gegnum Bluetooth-búnaðinn og hann getur haldið tveimur þráðlausum Bluetooth-tengingum opnum í einu. Þú átt einnig kost á að nota Amundsen-upplýsinga- og afþreyingarkerfið til að senda textaskilaboð (SMS) á snertiskjánum.
Möguleikinn að tengja utanáliggjandi margmiðlunartæki og minnistæki (USB-tæki) í hljóðinntakið (3,5 mm tengi) eða USB-tengið er staðalbúnaður í nýju ŠKODA-útvörpunum.
Viltu hafa hljóðkerfið alltaf við höndina en vilt samt ekki að það sjáist? Amundsen-upplýsinga- og afþreyingarkerfið getur núna spilað uppáhaldslögin þín af SD-korti. Raufin á hlið hanskahólfsins getur lesið SD-kort, SDHC-kort og SDXC-kort. Í Blues- og Swing-útvörpunum er raufin fyrir SD-kortið á framhlið upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.