This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Öll smáatriðin sem þú varst að leita að

ŠKODA OCTAVIA COMBI iV TÆKNIUPPLÝSINGAR

Helstu mál

 

Öryggi

Öryggiseiginleikar

ŠKODA OCTAVIA COMBI iv snýst um öryggi án málamiðlana. Auk áðurnefndra öryggiskerfa eru eftirfarandi eiginleikar fáanlegir sem staðalbúnaður eða valbúnaður:

› Isofix og Top fesipunktar með tjóðri til að festa barnasæti við aftursæti í miðjunni. Isofix er líka fáanlegt fyrir farþegasæti frammi í. Ólíkt hraðastillingunni (Cruise Control) sem viðheldur stilltum hraða þá leyfir Speedlimiter ökumanni að fara á hvaða hraða sem er innan forstilltra marka – og aldrei fram yfir þau.
› ABS kemur í veg fyrir að hjólin læsist við neyðarhemlun eða þegar hemlað er í hálku. Með því að auka hemlunarþrýsting hjálpar HBA hemlunaraðstoðin ökumönnum við aðstæður þar sem neyðarhemlun er nauðsynleg. Þetta getur stytt mjög hemlunarvegalengdina.
› EBD hámarkar sjálfkrafa hemlunarþrýsting og hemlunarjafnvægi og kemur í veg fyrir að afturhjólin hemli of skarpt.
› MSR varnar því að stýrið læsist en það getur gerst þegar ökumaður hægir á ferðinni á mjúku yfirborði.
› ASR tryggir mjúka ræsingu og hröðun án þess að dekkin spóli á hálu yfirborði.
› EDL hjálpar til við að auka hraða upp brekku við lítið veggrip undir einu af hjólunum.
› TSA starfar þegar bíllinn er útbúinn upprunalegum dráttarkróki með sinni eigin stjórneiningu. Kerfið dregur úr togkrafti vélar eins og þörf er fyrir þegar eitt eða fleiri hjól hemla. TSA kerfið grípur inn í og hjálpar bílnum og aftanívagni við að ná stöðugleika.
› XDS+ hjálpar ökumanni í kröppum beygjum og tryggir að bíllinn bregðist hlutlaust við. Rafstýringar líkja eftir viðveru sjálflæsandi mismunaláss til að bæta veggrip og ökufærni í beygjum. Þetta leiðir til þess að bíllinn fer af meira öryggi og eðlilegar yfir ójöfnur en áður.
› TPM dekkjaþrýstingsvöktun heldur ökumanni upplýstum um loftþrýsting í dekkjum öllum stundum.
› Hæðarstýring (Hill-Hold Control), sem er valbúnaður, hjálpar ökumanni að ræsa bílinn af öryggi í brekku. Kerfið virkjar sig sjálft í halla upp á fimm gráður eða meira og tryggir auðvelda og örugga ræsingu í brekku án þess að nota þurfi handbremsu. Kerfið kemur í veg fyrir að bíllinn renni afturábak eða festist.
› Blikkandi bremsuljós draga úr hættu á aftanákreyslu, sérstaklega í umferðarhnútum eða við skyndilega hemlun fyrir framan ófyrirséða hindrun.

Aflrás

Tengitvinndrif

ŠKODA SUPERB OCTAVIA iV notast við tengitvinntækni þar sem vinna saman hefðbundin 1.4 TSI/110 kW bensínvél og 85 kW rafmótor. Þessi samsetning býður upp á hreinan rafakstur og tvinnstillingu þar sem báðar vélarnar koma við sögu. Saman veita bensínvél og rafmótor afl upp á 150 kW og hafa hámarkstog upp á 350 snúninga.

Þriðji hluti kerfisins er 13 kWh liþíum-jóna rafhlaða í gólfinu fyrir framan afturöxulinn. Heildar afköst hennar eru 13 kWh en hrein afköst 10,4 kWh

Hleðsla rafhlöðunnar

 Hægt er að hlaða liþíum-jóna rafhlöðuna í OCTAVIA COMBI iV á þrjá vegu:

› Með riðstraumi (AC) – annað hvort úr venjulegri innstungu eða í gegnum veggbox, og á almenningshleðslustöð fyrir hraðari hleðslu.
› Í gegnum innri sprengivélina – þú getur endurhlaðið rafhlöðuna eða viðhaldið hleðslustöðu hennar á meðan þú rekur.
› Hægt er að stilla handvirkt ákjósanlega hleðslustöðu rafhlöðunnar. Í gegnum aflendurheimt við hemlun – hluti hreyfiorkunnar sem myndast við hemlun er endurheimtur í gegnum aflendurheimt. Orkan er geymd í rafgeyminum.

Tengi fyrir hleðslu rafshlöðunnar er undir flipa á vængnum ökumannsmegin.

Shift-by-wire kerfi

Í OCTAVIA COMBI iV, sem er útbúinn 6 gíra DSG skiptingu sem staðalbúnað, er shift-by-wire kerfi. Nýja gírskiptivalið er ekki með vélræna tengingu við DSG gírkassann. Þess í stað eru gírskiptingarnar að fullu rafrænar. Þetta þýðir að þú getur skipt um gír með mjög léttri snertingu á gírstöngina.

Bensíntankur

Bensíntankurinn í OCTAVIA COMBI iV er 40 lítrar, eða 5 lítrum minni en í bílum með innri sprengivél.