ŠKODA SUPERB iV Tengimöguleikar
FRAMSÆKIÐ UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Þú getur valið um tvö af næstu kynslóð framsækinna upplýsinga- og afþreyingarkerfa, þar á meðal innbyggt eSIM, sem tryggir að þú ert alltaf nettengdur. Amundsen 8” upplýsinga- og afþreyingarkerfið er staðalbúnaður og það er með leiðsögn, tveimur USB tengjum frammi í og Bluetooth. Hið glæsilega 9.2” Columbus kerfi er með sýndarstjórnrými (Virtual Cockpit), leiðsögn í þrívídd, táknstýringu og sérsniðnum snertiskjá. Meðal valbúnaðar er 11 hátalara hljóðkerfi.