ŠKODA SUPERB iV iV lífsstíllinn
ÞAÐ BESTA ÚR BÁÐUM HEIMUM
Með því að sameina kosti rafbíla og hefðbundinna bíla færðu fullkominn akstur í hverri ferð. Þú ekur hljóðlaust til og frá vinnu í borginni með rafdrifinu sem er með WLTP-vottaða rafdrægni upp á 56 km og veldur engum útblæstri. Fyrir lengri vinnuferðir eða ferðir í fríum út úr bænum þá hentar bensínvélin vel, 50 lítra tankur og drægni upp á 930 km.