Skoda kynnir borgarjepplinginn Kamiq

28. února 2019
Skoda er á fljúgandi siglingu og enn bætist við í flóru skemmtilegra bíla frá tékkneska framleiðandanum. Nú er komið að þeim þriðja í nýrri SUV-línu Skoda sem hófst á ógleymanlegan hátt með tilkomu Skoda Kodiaq árið 2016. 2017 var svo Karoq kynntur til leiks og nú er komið að Kamiq.

Í borgarjepplingnum Skoda Kamiq renna helstu kostir jepplinga saman við lipurð smábílsins. Þannig er Kamiq með meiri veghæð og upphækkuð sæti en er jafnframt fimur og frár í borgarumferð. Hann státar af glæsilegri hönnun, nýjustu aðstoðarkerfum, nýstárlegu og tæknivæddu upplýsinga- og afþreyingarkerfi og aragrúa af snjöllum lausnum.

Kamiq sver sig í ættina með stóru framgrilli, einstökum línum vélarhlífarinnar og framljósum sem bera sterk einkenni tékknesk kúbisma og kristalshönnunar. Hann er einnig rúmgóður eins og hann á kyn til með 400 l farangursrými sem getur orðið 1,395 l þegar sætin aftur í eru lögð niður. Skoda Kamiq verður heimsfrumsýndur í mars á bílasýningunni í Genf en von er á honum til Íslands í haust.

Nýjustu fréttir