Inngangur

Allir viðskiptavinir eru okkur mjög mikilvægir.

Dísil-herferðin snýst um svo miklu meira en bara vélar. Hún snýst um hvern og einn einasta viðskiptavin okkar og það er þess vegna sem okkur hefur tekist að uppfæra yfir 600 þúsund ŠKODA bíla um allan heim.

En við látum ekki staðar numið þar. Við höfum haldið áfram að þróa, prófa og yfirfara. Allir okkar tækniferlar hafa verið samþykktir af vottunarstofunni Vehicle Certification Agency í Bretlandi eftir þrotlausar prófanir. Þetta þýðir að við getum innleitt tækniferla í allar viðeigandi ŠKODA dísilvélar.

TÆKNILEGUR BAKGRUNNUR

Tækniferill fyrir hvert og eitt vélarafbrigði inniheldur hugbúnaðaruppfærslur sem þar sem teknar eru inn nýjustu uppgötvanir í þróun dísilsprengivélarinnar á síðustu árum, þar sem ýmsar breytingar hafa verið gerðar, til dæmis endurbætur á inngjafarmynstrinu. Hreinn vinnutími fyrir þennan tækniferil er um hálf klukkustund.

Fyrir 1,6 lítra vélar eingöngu er líka nauðsynlegt að setja upp það sem kallað er „flæðibreytir“ eða flow transformer. Það tekur minna en klukkustund að innleiða þennan tækniferil.

Óháð eftirlitsyfirvöld hafa staðfest að innleiðing tækniferilsins hefur ekki skaðleg áhrif á tölur varðandi eldsneytisneyslu, tölur um losun CO2, vélarafl, hármarkstog eða hávaðamyndun. Fyrir utan þá umfangsmiklu vinnu sem innt hefur verið af hendi til að staðfesta ferilinn innan Volkswagen Group þá hafa yfirvöld einnig gert ítarlegar og óháðar prófanir, stundum með aðstoð utankomandi veitenda verkfræðiþjónustu.

Viðskiptavinir sem þetta snertir geta treyst því að tækniferlarnir verði innleiddir með viðeigandi hætti. Allar tölur sem tengjast samþykki fyrir viðkomandi bíltegund verða gildar. Þetta var lykilforsenda fyrir samþykki yfirvalda á tækniferlum..

Í mörgum löndum fá viðskiptavinir sem láta framkvæma tækniferil á sínum bíl skriflega staðfestingu þess efnis eftir komu í þjónustumiðstöðina.

HAFA SAMBAND VIÐ ŠKODA

Allir eigendur ŠKODA bíla sem hafa fengið tækniferla samþykkta hafa þegar fengið boð um þátttöku í tækniferlinum. Ef þú vilt athuga hvort tiltekinn bíll í eigu þinni tengist tækniferlinum þá skaltu athuga ‚VIN checker‘ tólið okkar undir eftirfarandi tengli.

Ef ‘VIN checker’ tólið staðfestir að tækniferillinn snerti þinn bíl þá biðjum við þig um að hafa samband við vottaðan samstarfsaðila ŠKODA og bóka tíma eins fljótt og hægt er.

Tækniferillinn tekur milli 30 mínútur og 1 klukkustund, en það fer eftir umfangi vinnunnar og hann er þér að sjálfsögðu gjaldfrjáls. Við vekjum athygli þína á því að aðgerðin getur tekið dálítið lengri tíma af skipulagsástæðum sem stafa af framkvæmd ferilsins. Til að koma í veg fyrir óþægindi mun ŠKODA veita þér þér aðgang að ferðamáta sem þér hentar á meðan innleiðing tækniferilsins á sér stað.