Vasarnir á sætisbökum framsætanna eru frábærir til að geyma hluti í. En þeir eru fullstórir fyrir snjallsíma. Í ENYAQ iV er að finna lítinn viðbótarvasa sem er fullkominn fyrir snjallsíma farþeganna.
ŠKODA ENYAQ iV Rúmgóð geymsluhólf
VASAR Í FRAMDYRUM OG AFTURDYRUM MEÐ FLÖSKUHÖLDUM
Við gerum okkur grein fyrir því að leiðin virðist miklu lengri ef allir eru þurrir og þyrstir. Þess vegna er sérstakt svæði í fram- og afturdyrum til að geyma í 1,5 lítra vatnsflöskur. Flaskan haggast ekki í akstri og er tilbúin til notkunar þegar þér hentar.
ŠKODA ENYAQ iV Rúmgóð geymsluhólf
ÚTDRAGANLEG HÓLF VINSTRA MEGIN FYRIR NEÐAN STÝRI
Þú situr undir stýri með bílastæðakort og fleiri smáhluti í höndunum og hugsar með þér hvar væri hægt að leggja þá frá sér þannig að þeir séu innan seilingar en ekki týndir í stærri geymsluhólfum. Útdraganlegt hólf er til vinstri undir stýrinu, sérhannað fyrir nákvæmlega þessar aðstæður.
ŠKODA ENYAQ iV Rúmgóð geymsluhólf
GEYMSLUHÓLF UNDIR MIÐSTOKKNUM
Þetta er í fyrsta skipti sem ŠKODA kynnir hagnýtt 11.4 l geymluhólf undir miðstokknum.