This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Öll smáatriðin sem þú varst að leita að

TÆKNILÝSING ŠKODA KODIAQ

Mál bílsins


Öryggi

Hraðatakmörkunarbúnaður

Eins og nafnið gefur til kynna takmarkar þessi búnaður hámarkshraða bílsins. Ökumenn geta stillt á hámarkshraða á bilinu 30 til 210 km/klst. og haft augun á veginum. Ólíkt hraðastillum sem halda föstum hraða leyfir hraðatakmörkunarbúnaðurinn ökumanninum að keyra á hraða upp að tilgreindu gildi, en ekki meira en það. Af öryggisástæðum er búnaðurinn tímabundið óvirkur þegar gefið er í botn (þegar inngjafarfótstig er stigið alveg niður í gólf).

Annar öryggisbúnaður

Nýi ŠKODA KODIAQ snýst um að veita öryggi án nokkurra málamiðlana. Fyrir utan áðurnefndan öryggisbúnað, þá er eftirfarandi búnaður staðal- eða aukabúnaður í KODIAQ:


› ABS-kerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist við neyðarhemlun eða þegar hemlað er á hálu yfirborði.

› Hemlakerfið aðstoðar ökumann með því að auka hemlakraftinn þegar nauðsyn er á nauðhemlun. Slíkt getur dregið verulega úr hemlunarvegalengdinni.

› MSR-kerfið vinnur gegn því að drifhjólin læsist, sem getur átt sér stað þegar ökumaður hægir á bifreiðinni á sléttu yfirborði.

› ASR-kerfið tryggir að bíllinn fari mjúklega af stað án þess að hjólin spóli á hálu yfirborði.

› EDL-kerfið hjálpar til við hröðun eða þegar keyrt er upp halla og lítið grip er undir einu af hjólunum.

› XDS+ aðstoðar ökumann í kröppum beygjum og gætir þess að bíllinn bregðist eðlilega við í slíkum aðstæðum. Rafstýringin hermir í grundvallaratriðum eftir sjálflæsandi mismunadrifi til að bæta spyrnu og aksturseiginleika í beygjum. Þar af leiðandi beygir bíllinn á mun öruggari og eðlilegri hátt en áður hefur þekkst.

› Rafrænt eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting sýnir ökumanni þrýsting í hjólbörðum öllum stundum.

› Valfrjálst aðstoðarkerfi við akstur í brekku hjálpar ökumönnum að keyra upp brekku á öruggan hátt. Kerfið kveikir á sér í fimm prósent halla og tryggir að farið sé auðveldlega og örugglega af stað í brekku án þess að nota handbremsuna. Kerfið kemur í veg fyrir að bifreiðin renni aftur á bak eða drepi á sér.

› Blikkandi hemlaljós draga úr hættunni á aftanákeyrslu, sér í lagi þegar keyrt er að umferðarteppum á þjóðvegum eða þegar hemlað er vegna óvæntra hindrana á veginum.

Drifið

Fjórhjóladrif

ŠKODA KODIAQ er fáanlegur með háþróaðri, rafstýrðri fjöldiska kúplingu af nýjustu gerð. Fjórar vélar eru í boði (1,4 TSI/110 kW, 2,0 TSI/206 kW, 2,0 TDI/110 kW og 2,0 TDI/140 kW) með aldrifi af nýjustu gerð sem tryggir framúrskarandi aksturseiginleika, virkt öryggi og litla eldsneytiseyðslu.

Togi er dreift sjálfkrafa til allra fjögurra hjólanna eftir akstursaðstæðum hverju sinni. Stjórntölvan reiknar út besta togið fyrir afturöxulinn. Breytingarnar eru gerðar með því að setja breytilegan þrýsting á kúplingsplöturnar.

Umhverfisvæn tækni

Virk strokkatækni (ACT)

ACT þýðir að lokað er tímabundið fyrir annan og þriðja strokkinn. Vélin gengur á skilvirkari hátt með tveimur strokkum. Þessi tækni getur minnkað eldsneytisnotkun um meira en 0,5 lítra á hverja 100 km, allt eftir aksturslagi. ACT fer af stað við vélarhraða sem er á milli 1.400 og 4.000 snúningar á mínútu, við tog sem er á milli 25 og 100 Nm og við hraða sem nemur allt að 130 km/klst.

Start/stopp-kerfi

Hugmyndin á bak við start/stopp-kerfið er að drepa á vélinni í hvert sinn sem engin þörf er á að hún sé í gangi. Hér er um að ræða mjög hagkvæma lausn innan borgarmarkanna, þar sem kerfið dregur umtalsvert úr eldsneytisnotkun. Start/stopp-kerfið fer sjálfkrafa í gang þegar vélin er gangsett og hægt er að slökkva handvirkt á því hvenær sem er.

Endurheimt hemlunarorku

Hvað gerist þegar orkan er endurheimt? Hreyfiorku er breytt í nýtilegt rafmagn, sem er síðan geymt í rafgeyminum eða notað af rafkerfum. Við vélarhemlun leiðir riðstraumsrafallinn rafmagn til tækja og hleður rafgeyminn. Þannig sparast eldsneyti sem hefði að öðrum kosti verið brennt.

Eco-stilling (val á akstursstillingu)

Ein af stillingunum í vali á akstursstillingum er Eco-stillingin – en það er stilling fyrir ökumenn sem er umhugað um umhverfið og vilja draga úr eldsneytisnotkun. Sérstakur eiginleiki Eco-stillingarinnar er rennistilling fyrir bíla með DSG-sjálfskiptingu. Rennistillingin er notuð þegar þú keyrir án þess að stíga á bensíngjöfina.

Gírvalsaðstoð

Rétt val á gírhlutfalli getur dregið úr eldsneytisnotkun og gert aksturinn þægilegri. Minni vélarhraði samsvarar minni eldsneytisnotkun og hljóðlátari akstri. Táknin efst í hægra horninu á skjánum staðfesta að valinn gír sé sá rétti eða þau mæla með því að skipta upp eða skipta niður um gír.