Stattu uppréttur með aukinni veghæð. Fáðu þér sæti í Elroq og njóttu þess að sjá heiminn úr svipaðri hæð og tignarlegur flamingo. Með hærri sætisstöðu hefur aldrei verið auðveldara að fara inn og út úr bílnum. Með aukinni veghæð og mögulegu fjórhjóla drifi er Elroq tilbúinn að flytja þig á nýja og spennandi staði með hámarks þægindum og öryggi.
Vertu meira eins og tunglið
Skínum skært með LED Matrix framljósum. Þessi nútímalegu framljós skila framúrskarandi lýsingu og bæta sýnileika stórkostlega, bæði að nóttu og meira að segja á daginn, tryggja þannig að þú komist örugglega á áfangastað. Sjálfvirku LED Matrix aðalljósin veita hámarksþægindi á ferðinni, einnig fáanleg með veðurstillingu.
Vertu meira í skýjunum
Með aukinni drægni, allt að 560 km getur þú flotið áreynslulaust eftir veginum. Til að passa upp á að enginn áfangastaður sé of langt í burtu er Elroq búinn nýjustu tækni með rafhlöðu sem tekur allt að 82 kWh hleðslu ásamt framúrskarandi loftmótstöðu til að tryggja hámarksdrægni. Þú getur ferðast þangað sem vindurinn tekur þig án þess að fórna þægindum, sama hvernig viðrar.
Farðu út fyrir kassann með Modern Solid
Láttu heillast af Elroq, fyrsta Škoda módelinu sem endurspeglar hina glænýju hönnunarstefnu Modern Solid.
Tæknilegt útlit frammendands, Led Matrix aðalljós og textinn á húddinu munu heilla þig við fyrstu sýn.
Með hallandi þaklínu og felgum hönnuðum með tilliti til loftmótstöðu nær Elroq loftmótstöðustuðlinum niður í 0,26.
Landkönnuðir geta hlakkað til að nýta sér 470 lítra farangursrýmið, sem er stækkanlegt upp í 1.580 lítra.
C-laga ljósin með dýnamískum stefnuljósum, sem eru einkennandi fyrir Škoda, undirstrika einstakt og tímalaust útlit.
Veldu þann sem að þér þykir bestur
Innrarými sem kveikir á ævintýraþrá
Uppgötvaðu ástríðu fyrir ævintýrum í rúmgóðu farþegarými með sjálfbærum efnum og nýjustu tækni.
Sjónlínuskjárinn, stafræna mælaborðið og stóri miðlægi skjárinn munu auka akstursupplífun þína til muna.
Ferðalagið verður einnig ánægjulegt fyrir farþega í aftursætum, þökk sé rúmgóðu plássi og upphituðum sætum.
Veglegt farangursrýmið og Simply Clever lausnirnar.
Úrval innréttinga
Suite
Loft
Lodge
Studio
Óteljandi ástæður til að elska
Nýir tímar í hönnun Škoda
Elroq kynnir inn nýja og ferska Modern Solid hönnunarmálið. Praktískt, einfalt og stílhreint, á sama tíma og það heldur í þau sérkenni sem einkenna Škoda. Þetta gefur Elroq sterka og áreiðanlega ásýnd.
Það er ekki bara aksturinn sem er umhverfisvænn
Hreint og rúmgott innanrýmið, fullt af nýjustu eiginleikum, mun heilla þig strax frá fyrsta akstri. Nokkrir valkostir af innréttingum úr sjálfbærum efnum eru í boði.
Ný vídd í þægindum á ferðalagi
Við erum ánægð áhugann á að kanna nýja staði. Elroq mun fylgja þér alla leið og bjóða upp á hámarks þægindi. Njóttu þess að hafa nuddstóla, þriggja svæða loftkælingu og aðra eiginleika sem eru sérstaklega hannaðir til að gera ferðina sem þægilegasta.
Öryggi sem þú getur stólað á
Við tökum engar áhættur þegar kemur að öryggi. Fjölmörg aðstoðarkerfi vaka yfir þér á ferðalögum þínum. Þú getur verið fullviss um að allt að níu loftpúðar og aðrir öryggisbúnaður séu til staðar til að vernda þig ef óhjákvæmilegt slys verður.
Tækni sem einfaldar lífið
Hvort sem þú ert að aka um borgargötur eða kanna sveitavegi, þá gerir háþróuð tækni Elroq lífið betra, einfaldara, sjálfbærara – með einu orði, snjallara.
Sjáðu frumsýninguna
Meira pláss fyrir allt dótið
Farangursrými
Með aftursætin í uppréttri stöðu er farangursrýmið 470 lítrar og pláss fyrir 5 farþega.
ef þú þarft meira pláss, þá einfaldlega fellir þú niður hluta af aftursætunum með 60:40 skiptingunni.
með því að fella niður sætisbökin á aftursætunum stækkar þú heildar farangursrýmið í 1.580 lítra.
Veglegt farangursrýmið getur auðveldlega geymt allt það sem þig langar að taka með þér í ferðalagið.
Uppgefin verð í verðlista og á vef eru gildandi verð, fyrir viðeigandi gerð og útfærslu á þeim tíma sem upplýsingarnar eru settar fram. Við reynum eftir fremsta megni að tryggja nákvæmni útgefinna upplýsinga, verðs og mynda í prentuðum bæklingum/verðlistum og samsvarandi vefgögnum. Gerður er fyrirvari um mögulegar villur í prentuðum upplýsingum og upplýsingum á vef. Myndir eru til viðmiðunar og geta sýnt búnað sem ekki fylgir.
2
Upplýsingar um útblástur CO2 og eldsneytisnotkun eru fengnar með prófunum samkvæmt WLTP prófunaraðferðinni. Niðurstöður eru fengnar með staðlaðri prófun og útgefnar tölur hugsaðar til samanburðar milli mismunandi bifreiða. Notkun eldsneytis getur vikið frá uppgefnum tölum við akstur við aðrar aðstæður en þær sem ríkja í hinni stöðluðu WLTP prófun, og/eða ef aukabúnaður he