(takmörkuð og tímabundin framlengd ábyrgð skilgreindra vélarhluta)

Í hverju er verkefnið Traustefling ŠKODA fólgin?
Með verkefninu Traustsefling hyggst ŠKODA taka til skoðunar allar kvartanir/bilanir sem rekja má til leiðréttingaruppfærslu á bílum með dísilvélar af gerðinni EA189 og tengjast tilteknum hlutum vélarinnar og hreinsikerfis útblásturs. Verkefnið Traustsefling stendur yfir og gildir í 24 mánuði frá því leiðréttingaruppfærslan var gerð á ökutækinu og gildir fyrir bíla sem eknir eru innan við 250.000 km þegar möguleg viðgerð sem fellur undir verkefnið Traustsefling ŠKODA er gerð (hvort sem á undan kemur).

ŠKODA hefur ávallt sagt að leiðréttingaruppfærslan hafi engin neikvæð áhrif á tölur um eldsneytisnotkun og koltvíoxíðlosun, vélarafl, snúningsvægi, hávaðastig eða endingu vélarinnar og íhluta hennar. Allar tölur sem skipta máli fyrir gerðarviðurkenningu ökutækisins gilda áfram. Eftirlitsaðilar hafa sérstaklega staðfest að allar kröfur séu uppfylltar. Staðfestingin á einnig við um endingarkröfur fyrir stýribúnað útblásturshreinsunar. Verkefnið Traustsefling ŠKODA hefur engin áhrif á þetta.

Með verkefninu Traustsefling ŠKODA sendir ŠKODA skýr skilaboð um að uppfærslan hafi engin neikvæð áhrif á endingu ökutækisins. Verkefninu Traustsefling ŠKODA er ætlað að efla tiltrú viðskiptavina á leiðréttingaruppfærsluna og vera fleiri viðskiptavinum hvatning til að láta uppfæra bíla sína.

Hvaða tegundir bjóða upp á Trausteflingu og á hvaða gerðir hefur það áhrif?
Traustefling gildir um alla Volkswagen-, Audi-, Skoda og Volkswagen atvinnubíla sem eru með dísilvél af gerðinni EA189 og sem leiðréttingaruppfærslan var gerð á.

Við hverja á Traustefling?
Traustefling ŠKODA gildir gagnvart öllum viðskiptavinum ŠKODA sem eiga bíl með dísilvél af gerðinni EA189 og sem eru að láta uppfæra bílinn sitt sem hluta af þjónustuaðgerð/leiðréttingaruppfærslu 23R6 í tengslum við dísilmálið. Traustsefling gildir aðeins fyrir ökutæki sem ekin eru innan við 250.000 km þegar möguleg bilun á sér stað. Til þess að vera gjaldgengir þurfa viðskiptavinir að framvísa staðfestingu á að öll þjónusta og viðhald sem framleiðandi mælir með hafi verið innt af hendi (þ.e. þetta á við um ökutæki með fullkomna þjónustusögu).

Traustsefling nær einnig til allra viðskiptavina með bíla sem uppfylla skilyrðin sem þegar hafa fengið leiðréttingaruppfærsluna, frá þeim degi sem þau fengu hana (að því gefnu að öðrum skilyrðum verkefnisins sé fullnægt). Traustsefling er tengd við einkennisnúmer bílsins og fylgir honum til nýs eiganda ef bíllinn er seldur á því 24 mánaða tímabili sem um ræðir.

Traustsefling gildir á heimsvísu, að Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Kóreu undanskildum, en þar gilda aðrar reglur.

Til hvaða íhluta nær verkefnið Traustefling ŠKODA?
Traustsefling ŠKODA nær til alls 11 hlutasamstæða í eldsneytis og útblásturskerfum, þ.e. í EGR-kerfinu, eldsneytisinnsprautunarkerfinu og útblásturshreinsikerfinu, lambdaskynjara, hitanema, EGR-skiptiloka, EGR-loka, EGR-þrýstingsnema, innsprautunarspíssa, háþrýstidælu, deiligrein, þrýstistýringarloka, þrýstingsnema, háþrýstileiðslna.

Verkefnið Traustsefling ŠKODA hefur engin áhrif á þá afstöðu ŠKODA að leiðréttingaruppfærslan hafi ekki nein neikvæð áhrif á endingu vélarinnar og íhluta hennar. Eftirlitsaðilar hafa staðfest að leiðréttingaruppfærslan uppfyllir allar lagalegar kröfur og hafi engin neikvæð áhrif á tölur um eldsneytisnotkun og koltvíoxíðlosun, vélarafl, snúningsvægi og hávaðastig.

Hverjir eru skilmálar verkefnisins Traustefling ŠKODA?
Auk ofangreinds:

1. Verkefnið Traustefling ŠKODA

  • er aðeins á vegum viðurkenndra umboða og aðeins þau geta lagt mat á hana og framkvæmt hana
  • á aðeins við um kvartanir vegna efnis sem notað er og vinnu sem innt er af hendi við eftirfarandi kerfi: íhluta EGR-kerfisins, innsprautunarkerfisins og útblásturshreinsikerfisins: lambdaskynjara, hitanema, EGR-skiptiloka, EGR-loka, EGR-þrýstingsnema, innsprautunarspíssa, háþrýstidælu, deiligrein, þrýstistýringarloka, þrýstingsnema, háþrýstileiðslna;
  • tekur ekki til aukabíla, útlagðs kostnaðar, tjóns o.s.frv.

2. að því gefnu að

  • umræddur bíll með EA 189 vél hafi tekið þátt í þjónustuaðgerð /leiðréttingaruppfærslu 23R6
  • bíllinn hafi fengið rétta þjónustu í samræmi við þjónustuáætlun, uppfærslur og innkallanir sem ŠKODA hefur farið fram

3. og að því gefnu að ekkert af efirfarandi eigi við:

  • viðgerðarþörf vegna eðlilegs slits á bílnum,
  • eigandinn, óháður þjónustuaðili eða umboð sem ekki er viðurkennt hefur unnið að viðhaldi eða viðgerð sem samræmist ekki kröfum (t.d. með því að nota ekki upprunalega varahluti, viðhafa ekki rétt vinnuubrögð o.s.frv.)
  • ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum um notkun, meðferð og umhirðu sem fram koma í notkunarbók bílsins,
  • bíllinn hefur orðið fyrir tjóni vegna utanaðkomandi áhrifa s.s. óhapps, þrumuveðurs, hagléls, flóða eða annarrar náttúruvár o.s.frv. og hægt er að rekja vandamálið sem kvartað er yfir til þess,
  • kvartanir sem tengjast sótagnasíu og rekja má til öskufyllingar síunnar,
  • hlutum hefur verið bætt við bílinn eða honum hefur verið breytt með óleyfilegum hætti, t.d. með aflauka,
  • bíllinn hefur verið notaður með óæskilegum hætti, t.d. í aksturskeppnum eða ef um ofhleðslu er að ræða,
  • eigandi ökutækisins hefur ekki lagt fram kvörtun innan eðlilegs tíma,
  • eigandi ökutækisins hefur ekki veitt ŠKODA tækifæri á að leysa vandamálið innan eðlilegs tíma.

Gildir Traustsefling ŠKODA ef bíllinn minn hefur þegar fengið leiðréttingaruppfærslu?
Já, eins og fram kemur að ofan þá gildir Traustsefling gagnvart öllum viðskiptavinum sem eiga bíla sem eru gjaldgengir og hafa þegar fengið leiðréttingaruppfærslu frá degi uppfærslunnar (að því gefnu að öðrum forsendum Traustseflingar hafi verið mætt).

Ef viðskiptavinur hefur þegar borið kostnað af viðgerð sem undir skilyrðin falla á bíl sínum og þeir hafa ástæðu til að ætla að sé af völdum leiðréttingaruppfærslu, þá mun ŠKODA rannsaka hvort umræddur kostnaður verði bættur af ŠKODA. Beiðnir um slíka rannsókn verða að berast til viðurkennds þjónustuaðila ŠKODA innan sama lands og viðgerðin var framkvæmd í fyrir 31. desember 2017