ALLT UM ŠKODA CONNECT

HVAÐ ER ŠKODA CONNECT?

Fáðu að vita meira um ŠKODA þjónusturnar og hvernig þær geta orðið þér að gagni í daglegu lífi.

VIRKJUN OG ENDURNÝJUN

Þarft þú að virkja þjónustur í nýja bílnum þínum? Eða er þitt ŠKODA Connect útrunnið?

LISTI YFIR ÞJÓNUSTUR

Ertu ekki viss um hvaða þjónustur eru fáanlegar í þinn ŠKODA?

KYNNING Á NETÞJÓNUSTUM

Lifðu lífinu til fulls! Ef þú kaupir alla eða suma af ŠKODA Connect pökkunum færðu mikið úrval af spennandi möguleikum í bílinn.

FÁÐU NÁKVÆMT YFIRLIT YFIR ÞJÓNUSTURNAR

Ef þú þarft að finna leiðina að næsta bílastæðahúsi, athuga hvort þú gleymdir að læsa bílnum, eða ef þú þarft hjálp vegna þess að bíllinn er bilaður, þá er allt sem þú þarft hér. Sjáðu myndband um hvernig þessar þjónustur geta létt þér lífið.

ŠKODA CONNECT ÞJÓNUSTUPAKKAR

Þjónusturnar eru flokkaðar niður eftir viðfangsefnum. Þú getur fjölgað möguleikum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, auðveldað umsjón með tæknimálum bílsins og fjarstýrt aðgerðum í bílnum.

NEYÐARSÍMTAL

Í nýlegum bílum er líka eCall, neyðarþjónusta sem kemur að notum þegar óhöpp verða.

VIRKJA OG ENDURNÝJA

Virkja ŠKODA Connect þjónusturnar þínar eða endurnýja þær ef þær eru útrunnar.

VIRKJUN OG ENDURNÝJUN Í ÞREMUR SKREFUM

SKREF 1

Þú hleður niður MyŠKODA appinu á símann þinn með QR kóða eða smellir á tengilinn fyrir neðan til að komast í ŠKODA Connect gáttina.

SKREF 2

Skráðu þig inn með ŠKODA auðkenni eða búðu til nýtt.

SKREF 3

Stingdu inn auðkennisnúmeri bílsins (Vehicle Identification Number = VIN) og fylgdu leiðbeiningum til að ljúka skráningunni.

ÞJÓNUSTUR ENDURNÝJAÐAR

Skráðu þig inn og kannaðu hvaða þjónustur verða bráðum útrunnar.

Leiðsögn á myndbandi leiðir þig skref fyrir skref í gegnum endurnýjunarferlið.

AÐRIR TENGIKOSTIR

Sjáðu aðra tengikosti og möguleika í bílnum.

RADDSTÝRÐ AÐSTOÐ

LAURAGOOGLE ASSISTANTALEXA FRÁ AMAZON
Það nægir að segja „Ókei, Lára“ til að virkja raddstýringuna.
Segðu „Ókey, Google“ og spurðu Google Home raddaðstoðina um bílinn.
Segðu "Alexa" til að virkja raddstýringuna

SMARTLINK+

Með SmartLink+ kerfinu, sem fellir inn Apple CarPlay, Android Auto og MirrorLink®, gerir upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins þér kleift að nota símann á meðan þú keyrir, án þess að spilla öryggi þínu. Eftir að þú hefur tengst getur þú átt símtöl eða sent og tekið við skilaboðum, hlustað á tónlist eða notað leiðsögnina í gegnum upplýsinga- og afþreyingarkerfið. SmartLink+ system gerir þér líka kleift að nálgast upplýsingar í rauntíma á meðan þú ekur, um orkunotkun bílsins, akstursgetu og þjónustuþörf, eða safna saman nákvæmum akstursskýslum með MyŠKODA appinu.

ANDROID AUTO

Android Auto færir Android vettvanginn inn í bílinn. Notaðu kunnugleg öpp og þjónustur á skjá mælaborðsins. Samhæft við Android 5.0 og hærri.

APPLE CARPLAY

CarPlay tekur öppin sem þú vilt inn í iPhone snjallsímann þinn á meðan þú ekur og setur þau beint inn í innbyggðan skjáinn í bílnum. Samhæft við iPhone 5 og hærri.

MIRRORLINK™

Hvort sem þú vilt velja tónlist og hlusta á hana í snjallsímanum þínum eða fá akstursleiðbeiningar, beygju fyrir beygju, þá er þetta allt speglað á miðskjánum.

MyŠKODA

MyŠKODA er snjallsíma-app sem gerir kleift að nota ŠKODA Connect netþónustur, sem og þjónustur tengdar Smartlink+ með tengingu á milli snjallsímans og bílsins og við stafrænar þjónustur á borð við bílahandbækur eða aðrar bíltengdar þjónustur.

ŠKODA CONNECT LITE

Fyrir eldri gerðir bíla, framleidda eftir 2008, bjóðum við ŠKODA Connect LITE lausnina með Data Plug.