Forsjálni er þörf þegar notast er við handstýrðar barnalæsingar, sér í lagi þegar stundum er ekið með börn sem farþega og stundum með fullorðna. Þú getur læst afturhurðunum og tekið þær úr lás hvenær sem er með rafstýringu í ökumannssætinu.
ŠKODA KODIAQ er snjall að innan
SVEFNPAKKI
KODIAQ er fáanlegur með svefnpakka sem inniheldur höfuðpúða með stillanlegum hliðum, þannig að farþegar í ytri sætum að aftan geti hvílt sig á löngum ferðalögum. Pakkanum fylgir einnig þægilegt teppi.
ŠKODA KODIAQ er snjall að innan
FELLIBORÐ
Hægt er að fá hagnýt niðurfellanleg borð fyrir farþega að aftan, innbyggð í bakstoð framsætanna.
ŠKODA KODIAQ er snjall að innan
STÓRT GEYMSLUHÓLF
Stóra geymsluhólfið er hagnýtt geymslurými í stillanlega armpúðanum á milli framsætanna – innan seilingar bæði fyrir ökumann og farþega í framsæti.