LED-aðalljósin eru sannkallað tækniundur. Þau samanstanda af þremur endurvarpsflötum: Innri flöturinn er fyrir aðalljósin, ytri flöturinn fyrir lág ljós og á milli þeirra er flöturinn fyrir kyrrstæð beygjuljós. LED-dagljós eru staðalbúnaður.
LED-ljós á ŠKODA KODIAQ
LED-AFTURLJÓS
Til viðbótar við LED-aðalljósin er bíllinn einnig með bestu LED-afturljós sem völ er á, en þau innihalda 51 díóðu. Stefnuljósin eru felld inn í C-lögunina og hemlaljósið er þar fyrir ofan.
LED-ljós á ŠKODA KODIAQ
AUTO LIGHT ASSIST
LED-ljós á ŠKODA KODIAQ AUTO LIGHT ASSIST Sjálfvirki háljósabúnaðurinn Auto Light Assist stýrir notkun á háu ljósunum. Búnaðurinn metur hvort nægilegt myrkur sé úti og kveikir sjálfkrafa á háu ljósunum þegar ekið er á meiri hraða en 60 km/klst. Þegar þú nálgast bíl sem er á undan þér (eða bíll kemur í áttina að þér) deyfir búnaðurinn sjálfkrafa háu ljósin til að blinda ekki aðra ökumenn.