Um leið og þú sest í framsætið tekur innanrýmið hlýlega á móti þér og vekur sterka öryggistilfinningu. Mælaborðið er með fjögur svipmikil loftinntök sem liggja lóðrétt, stóran skjá fyrir miðju og skrautlista sem skilja að efri og neðri hluta mælaborðsins.
Rými í ŠKODA KODIAQ
GOTT PLÁSS FYRIR BÖRNIN
að er nóg pláss fyrir börnin í KODIAQ, hvort sem þau eru ungabörn eða unglingar, hvort sem þau eru tvö eða fimm talsins. Þessi nýi jeppi frá ŠKODA er tilvalinn fjölskyldubíll. Isofix-festingar eru að sjálfsögðu á ytri sætum í annarri sætaröðinni.
Rými í ŠKODA KODIAQ
PLÁSS FYRIR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ TAKA MEÐ
Þegar þú átt KODIAQ þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að þurfa að skilja eitthvað eftir. Málið er einfalt – þú hefur pláss fyrir allt sem þú þarft. Farangursrýmið – það stærsta í þessum flokki bíla – er 720 lítrar í fimm sæta grunnútgáfunni og stækkar í 2065 lítra þegar aftursætin eru felld niður.