This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
OTA (Over-the-Air) uppfærsla

Hömlur á meðan uppfærslan stendur yfir

Škoda Connect

OTA-uppfærslur eru sendar í bílinn í gegnum Škoda Connect: Nettengd uppfærsluþjónusta. Aðeins er hægt að senda OTA-uppfærslu í bílinn ef:

• Bíllinn er með aðalnotanda, þannig að bíllinn er sýnilegur í MyŠkoda fyrir aðalnotandann og aðalnotandinn er sýnilegur í bílnum (Valmynd -> notendur).

Netstilling er virkjuð (ON) í friðhelgisstillingum (Valmynd -> Notendur -> Stillingar).

Læsing

Ekki er hægt að aka bílnum.

Notandi þarf að fara úr bílnum og læsa honum svo uppsetning geti hafist:

• Ef bílnum er ekki læst innan tíu mínútna eftir að ýtt hefur verið á uppsetningarhnappinn (Install) þá klárast uppfærslan ekki.

• Ef aftur er farið að bílnum og honum aflæst þá þarf að læsa honum aftur innan tveggja mínútna, annars klárast uppfærslan ekki. Það sama á við ef sú aðgerð er virkjuð að aflæsa bílnum sjálfkrafa þegar lykillinn er greindur.

KESSY-kerfi (læsing/aflæsing) er afvirkjað, fjarstýringin er virk í gegnum uppsetningarferlið.

Öryggislás er ekki virkjaður (ennþá er hægt að opna dyrnar innan frá).

Þægileg opnun (Comfort Opening) er afvirkjuð (miðlás aflæsist en gluggarnir eru áfram lokaðir).

Heimkoma/brottför (Coming/Leaving Home) er ekki virkjuð (öll ljós áfram slökkt).

Þjófavörnin er afvirkjuð, LED ljósið í dyrunum blikkar áfram (þar til dyrastýringin hefur verið uppfærð).

Hleðsla

Þegar hleðsla er í gangi er uppsetningarhnappurinn ekki tiltækur.

Þegar uppfærsla er í gangi er ekki hægt að hlaða bílinn.

Ef bílnum er stungið í samband við veggbox hefst hleðslan um leið og OTA-uppfærslunni er lokið.

Ef bílnum er stungið í samband á almennningshleðslustöð þá fer hleðslan EKKI í gang eftir OTA-uppfærsluna.