KAROQ er nógu rúmgóður fyrir þig, fjölskylduna og farangurinn, vinina, áhugamálin og íþróttaiðkunina, vinnuna, ferðalögin og afslöppunina – hann rúmar þig og allt í þínu lífi.
Rými í ŠKODA KAROQ
PLÁSS FYRIR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ TAKA MEÐ
Þegar þú átt KAROQ þarftu ekki að hafa áhyggjur af að þurfa að skilja eitthvað eftir. Málið er einfalt – þú hefur pláss fyrir allt sem þú þarft. Farangursrýmið er það stærsta í þessum flokki og er 521 l í fimm sæta grunnútgáfunni, en eykst í 1630 l þegar aftursætin eru felld niður.
Rými í ŠKODA KAROQ
ÓTAKMARKAÐIR MÖGULEIKAR
Markmið okkar er að gera daglega notkun á KAROQ eins auðvelda og hægt er. Því getur þú lagað VarioFlex-sætaröðina fullkomlega að raunverulegri plássþörf þinni og sniðug smáatriðin munu án efa koma sér vel.