Allt að níu loftpúðar, fínstilltir til að vinna með þriggja punkta sjálfvirkum bílbeltum og öryggishöfuðpúðum, verja bæði ökumanninn og farþegana fyrir meiðslum.
Öryggi í ŠKODA KAROQ
VIÐVÖRUN FYRIR ÖKUMANN (ÞREYTUSKYNJARI)
Viðvörun fyrir ökumann sem dregur úr hættu á neyðartilvikum vegna þreytu. Kerfið fylgist með hegðun ökumannsins og leggur mat á þreytustig ökumannsins og þegar nauðsyn krefur leggur það til að ökumaðurinn hvíli sig á ferðalagi sínu.
Öryggi í ŠKODA KAROQ
ÖRYGGISKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI
Ef árekstur er yfirvofandi spennir öryggiskerfið bílbeltin fyrirfram, lokar rafstýrðu hliðargluggunum og þakglugganum til að draga úr hættu og búa farþegana undir árekstur.