ŠKODA OCTAVIA COMBI iV hleðsla
HLEÐSLA HEIMA
Hugtakið „plug-in hybrid“ eða tengitvinntækni segir okkur að hægt er að endurhlaða rafhlöðuna í OCTAVIA COMBI iV með því að stinga hleðslusnúru í samband við rafmagn. Er þá dregið á riðstraum (AC) úr rafkerfinu. Hægt er að endurhlaða rafhlöðuna heima – gjarnan gert á nóttunni – annað hvort í gegnum venjulega rafmagnsinnstungu eða kraftmikið veggbox, sem hleður hraðar. Hægt er að fullhlaða flata rafhlöðu í gegnum venjulega innstungu á fimm klukkutímum og á þremur og hálfri klukkustund með 3,6 kW veggboxi. Hvor hleðslumátinn fyrir sig krefst sinnar gerðar af snúru.