ŠKODA OCTAVIA COMBI iV Tengimöguleikar
COLUMBUS UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
Columbus kerfi með 10 tommu skjá er staðalbúnaður í OCTAVIA COMBI iV og hægt er að stýra því með snertingu, handahreyfingum og rödd. Stöðluðu útvarpi fylgir leiðsögn, tenging við síma í gegnum SmartLink viðmót (Apple CarPlay, Android Auto MirrorLink™), nettengdar ŠKODA Connect þjónustur og möguleikar til að hlusta á nettengdar útvarpsstöðvar og streymisþjónustur. Þú getur þysjað inn á korti eða stýrt hljóðstyrknum með snertisleðanum.