This page is a supplementary page of the opening page. Click the button to get back.
Get back to the opening page.Akstursaðstoð inniheldur mörg kerfi og virkni sem kynnt verða hvert fyrir sig hér að neðan. Þegar þau tengjast saman verður aksturinn auðveldari og þægilegri. Þegar Akstursaðstoðin (Travel Assist) hefur verið virkjuð getur hún stöðvað og ræst sig sjálfkrafa, haldið bílnum á akreininni, elt aðra bíla í umferðarhnútum eða sýnt umhverfið í kringum þig á skjá fyrir framan þig.
Nýr forvirkur hraðastillir víkkar út virkni sjálfvirka hraðastillisins. Fyrir utan að fylgjast með umferðinni framundan vinnur hann úr greindum umferðarmerkjum og harðatakmörkunum sem vistaðar eru í leiðsögukerfinu. Þetta gerir kleift að aðlaga hraða með góðum fyrirvara, til dæmis þegar nálgast beygju eða hringtorg, eða gatnamót, eða sem viðbragð við hraðatakmörkunum.
Myndvinnslueining leitar að skönnuðum myndum af þekktum umferðarmerkjum og ber niðurstöðurnar saman við akstursgögn. Kerfið vinnur úr merkjum sem sýna hámarkshraða, merkjum sem banna framúrakstur, merkjum um bann við innakstri á einbreiðar götur og öllum viðbótarupplýsingum, sem og merkjum sem kveða á um að vera ekki í veginum, og birtir ökumanni upplýsingarnar.
Þessi virkni lætur þig vita ef þú ferð út af akreininni án ásetnings. Kerfið vinnur í sameiningu við myndavélina við að bera kennsl á akreinamerkingar á veginum. „+“ þýðir að kerfið getur líka greint gular línur þar sem vegavinna á sér stað, umferðarkeilur og önnur vegamörk.
Umferðarteppuhjálp (Traffic Jam Assist) auðveldar akstur í umferðarteppum. Hraðastillir (ACC) og Sveigjanlegur akreinavari (Adaptive Lane Assist)+ koma þar við sögu til að ræsa, hemla og beygja bílnum, með því að afrita hreyfingar bíla í umferðarteppunni í kring.
Neyðaraðstoð (Emergency Assist) dregur úr hættunni sem skapast ef bílstjóri veikist. Ef akreinavari+ greinir að bílstjóri er ekki með hendur á stýri, jafnvel eftir að viðvörunarmerki hefur birst, þá er Neyðarstoðin (Emergency Assist) virkjuð, inngjöf er sleppt þar til bíllinn stöðvast en honum er haldið á akreininni, og viðvörunarljós eru virkjuð.