Utan- og innanmál, stærð farangursgeymslu
ŠKODA KAROQ býður öryggi án málamiðlana. Eftirfarandi búnaður er í boði annaðhvort sem staðalbúnaður eða aukabúnaður:
› ABS-kerfið kemur í veg fyrir að hjólin læsist við nauðhemlun eða þegar hemlað er á hálu yfirborði.
› EDL-kerfið hjálpar til við hröðun eða þegar keyrt er upp halla og lítið grip er undir einu af hjólunum.
› MRS-kerfið vinnur gegn því að hjólin læsist, sem getur átt sér stað þegar ökumaður hægir á bifreiðinni á sléttu yfirborði.
› Hemlakerfið aðstoðar ökumann með því að auka hemlakraftinn þegar nauðsyn er á nauðhemlun. Slíkt getur dregið verulega úr hemlunarvegalengdinni.
› ASR-kerfið tryggir snurðulausa ræsingu og hröðun án þess að hjólin spóli á hálu yfirborði.
› Eftirlitskerfi fyrir hjólbarðaþrýsting sýnir ökumanni hjólbarðaþrýstinginn öllum stundum.
› Valfrjálst aðstoðarkerfi við akstur í brekku hjálpar ökumönnum að keyra upp brekku á öruggan hátt. Kerfið kveikir á sér í fimm prósent halla og tryggir auðvelda og örugga ræsingu í brekku án þess að nota handbremsuna. Kerfið kemur í veg fyrir að bifreiðin renni afturábak eða drepi á sér.
› Blikkandi hemlaljós draga úr hættunni á aftanákeyrslu, sér í lagi þegar keyrt er að umferðarteppum á þjóðvegum eða þegar hemlað er vegna óvæntra hindrana á veginum.